Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent