Telur að lokast hafi fyrir gíginn að hluta Árni Sæberg skrifar 8. júní 2024 20:18 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að lokast hafi tímabundið fyrir flæði úr sunnanverðum gígnum á Sundhnúksgígaröðinni í dag, með þeim afleiðingum að hraunrennsli breyttist. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui sagði að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst væri að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. Hraun rann að og yfir Grindavíkurveg á ellefta tímanum í morgun. Þorvaldur Þorvaldsson segir að áhugaverð þróun hafi orðið í hraunflæðinu í dag á Facebooksíðunni Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands. Tæming polls geti ekki útskýrt breytinguna Hann segir að hrauntaumurinn, sem liggur norðan við Sýlingarfell, hafi tekið kipp og flætt hafi einu sinni enn yfir Grindavíkurveg norðan Svartsengis. Samtíma þessu hafi hraunpollurinn sem er efst í hraunánni, sem liggur í suður frá gígnum við Hagafjall tæmst. „En þessi tæming getur ekki verið orsökin fyrir aukningunni á hraunflæðinu norðan við Sýlingarfell! Einfaldlega vegna þess að pollurinn tæmdist til suðurs eftir hraunafarveginum sem liggur í þá áttina, en hraunafarvegurinn sem fæðir hrauntauminn norðan við Sýlingafell liggur til norðurs frá gígnum.“ Breyting á gígnum olli breytingu á hraunflæðinu Þannig sé líklegasta sviðsmyndin sú að það hafi lokast fyrir, að minnsta kosti tímabundið, flæði út úr gígnum að sunnaverðu og þess vegna hafi pollurinn tæmst. Á sama tíma hafi allt hraunrennslið beinst til norðurs út um farveginn sem þar liggur. „Sem sagt breytingin í hraunfæðinu orsakaðist af breytingum og aðlögun á aðstæðum í gígnum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 8. júní 2024 12:29 Land er hætt að síga í Svartsengi Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni. 7. júní 2024 16:45 Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui sagði að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst væri að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. Hraun rann að og yfir Grindavíkurveg á ellefta tímanum í morgun. Þorvaldur Þorvaldsson segir að áhugaverð þróun hafi orðið í hraunflæðinu í dag á Facebooksíðunni Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands. Tæming polls geti ekki útskýrt breytinguna Hann segir að hrauntaumurinn, sem liggur norðan við Sýlingarfell, hafi tekið kipp og flætt hafi einu sinni enn yfir Grindavíkurveg norðan Svartsengis. Samtíma þessu hafi hraunpollurinn sem er efst í hraunánni, sem liggur í suður frá gígnum við Hagafjall tæmst. „En þessi tæming getur ekki verið orsökin fyrir aukningunni á hraunflæðinu norðan við Sýlingarfell! Einfaldlega vegna þess að pollurinn tæmdist til suðurs eftir hraunafarveginum sem liggur í þá áttina, en hraunafarvegurinn sem fæðir hrauntauminn norðan við Sýlingafell liggur til norðurs frá gígnum.“ Breyting á gígnum olli breytingu á hraunflæðinu Þannig sé líklegasta sviðsmyndin sú að það hafi lokast fyrir, að minnsta kosti tímabundið, flæði út úr gígnum að sunnaverðu og þess vegna hafi pollurinn tæmst. Á sama tíma hafi allt hraunrennslið beinst til norðurs út um farveginn sem þar liggur. „Sem sagt breytingin í hraunfæðinu orsakaðist af breytingum og aðlögun á aðstæðum í gígnum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 8. júní 2024 12:29 Land er hætt að síga í Svartsengi Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni. 7. júní 2024 16:45 Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 8. júní 2024 12:29
Land er hætt að síga í Svartsengi Aflögunarmælingar undanfarna daga sýna að landsig hafi stöðvast í Svartsengi og því líklegt að flæði kviku frá dýpi inn í kvikusöfnunarsvæðið sé nú sambærilegt því sem er á yfirborði í Sundhnúksgígaröðinni. 7. júní 2024 16:45
Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16