Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 23:06 Sjö helstu iðnríki heims, eða G7 ríkin, eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskalands. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira