Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 13:31 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Vísir/Einar Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur. Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira