Ósammála Hæstarétti og telja brot Brynjars nauðgun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 15:48 Vísir/Vilhelm Tveir starfsmenn við lagadeild Háskóla Íslands, Brynhildur G. Flóvenz dósent emerita, og Ragnheiður Bragadóttir prófessor, telja dóm Hæstaréttar í máli Brynjars Joensen Creed, rangan. Þær vona að fordæminu verði snúið við, en þær birtu grein um dóminn í Úlfjóti í síðastliðnum mánuði. Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed var í Landsrétti í fyrra dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Hann hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi í héraðsdómi Reykjaness, en ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Brynjar var sakfelldur í héraði og Landsrétti fyrir mörg kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á aldrinum 13 og 14 ára, m.a. fyrir þrjár nauðganir. Hann var einnig sakfelldur fyrir mörg önnur kynferðisbrot gegn stúlkunum. Deilt er um það hvort einnig eigi að sakfella fyrir nauðgun í þeim tilfellum þar sem Brynjar lét stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir hvor við aðra, taka það upp og senda honum af því myndbönd. Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Héraðsdómur Reykjaness hafði ekki fallist á það að um nauðgun væri að ræða, en í Landsrétti var fallist á kröfur ákværuvaldsins um að brotin væru nauðgun. Dómurinn var þyngdur í sjö ár. Hæstiréttur tók málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Brotin falli undir hugtakið „önnur kynferðismök“ Í grein Brynhildar og Ragnheiðar komast þær að þeirri niðurstöðu að brot Brynjars falli undir hugtakið önnur kynferðismök í skilningi 1. mrg. 194. gr. hegningarlaga og 1. mgr. 202. gr. sömu laga. Brynjar var sakfelldur í héraði og Landsrétti fyrir mörg kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á aldrinum 13 og 14 ára, m.a. fyrir þrjár nauðganir. Hann var einnig sakfelldur fyrir mörg önnur kynferðisbrot gegn stúlkunum. Brynhildur Flóvenz og Ragnheiður Bragadóttir telja ljóst að Hæstiréttur hefði átt að staðfesta dóm Landsréttar og sakfella Brynjar fyrir nauðgun, með tilliti til þess hvernig þær telja að túlka eigi hugtakið „önnur kynferðismök.“Vísir „Auk þessara brota var ákært fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum í þremur tilvikum þar sem ákærði var ekki staddur á sama stað og brotaþolar, en fékk þær til að viðhafa kynferðislegar athafnir gagnvart sjálfum sér eða hver annarri, taka athafnirnar upp á myndband og senda sér. Skiptar skoðanir voru um hvernig sakfella ætti fyrir þessi tilvik og fóru þessir þrír ákæruliðir fyrir Hæstarétt,“ segir í greininni. Talið hefði verið að dómurinn gæti haft verulega almenna þýðingu um meðferð sakamála. Brynhildur og Ragnheiður telja ljóst að Hæstiréttur hefði átt að staðfesta dóm Landsréttar og sakfella Brynjar fyrir nauðgun, með tilliti til þess hvernig þær telja að túlka eigi hugtakið „önnur kynferðismök.“ „Önnur kynferðismök“ geti verið að láta þolanda fróa sjálfum sér eða tvo þolendur hafa kynmök Sagt er að úrlausnarefnið í ákæruliðunum snúist um það hvernig túlka beri hugtakið önnur kynferðismök, en háttsemin teljist nauðgun falli hún undir hugtakið. Í íslenskum rétti séu önnur kynferðismök lögð að jöfnu við samræði. Ríkissaksóknari hafi gert athugasemdir við frumvarp til laga um kynferðisofbeldi árið 2007, og bent á það að í upptalningu á því hvað séu „önnur kynferðismök“ sé ekki minnst á það þegar gerandi lætur þolanda fróa sjálfum sér eða þegar gerandi lætur t.d. tvo þolendur hafa kynmök saman. Höfundur frumvarpsins hafi svarað því á þann hátt að upptalning á dæmum um önnur kynferðisbrot í frumvarpinu sé eðli máls samkvæmt ekki tæmandi. Ekkert væri því til fyrirstöðu að ofangreind háttsemi geti fallið undir hugtakið. Hæstiréttur telur að ekki væri með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.Vísir/Vilhelm Þá segir í greininni: „Í ákæruliðunum kemur fram að brotaþolar hafi sett fingur og kynlífstæki í leggöng og endaþarm. Enginn vafi er á því að slíkar athafnir sem beinast að kynfærum eru önnur kynferðismök, enda veita þær eða eru almennt til þess fallnar að veita geranda kynferðislega fullnægingu. Þessi tiltekna háttsemi er auk þess sérstaklega tilgreind í lögskýringargögnum, svo það getur varla verið skýrara. Um þetta eru líka til fjölmörg dómafordæmi, t.d. H 358/2005 (fingur og salernispappír í leggöng), H 229/2008 (fingur í kynfæri og endaþarm) og H 254/2017 (fingur í leggöng).“ Gerandi hafi notað aðra sem verkfæri til að fremja brotin Þær segja því ljóst að háttsemin sem Brynjar viðhafði falli undir flokkinn önnur kynferðismök. „En hér var það ekki ákærði sjálfur sem gerði þetta, heldur fékk hann stúlkurnar til þess að gera þetta sjálfar. Breytir það niðurstöðunni?“ Á þetta álitaefni hafi reynt í dómum áður. Þá segir að í Hæstaréttardómi 502/2009 hafi maður neytt sambýliskonu sína til samræðis og annarra kynferðismaka með öðrum mönnum. Hann ljósmyndaði kynmökin eða tók þau upp á myndband. Sakfellt var fyrir nauðgun, Hæstiréttur féllst á að ákærði hefði gerst sekur um nauðgun, einnig í þeim tilvikum þar sem hann hafði ekki sjálfur kynmökin við brotaþola. Líta megi svo á að ákærði hafi notað mennina sem verkfæri til þess að fremja brotin. Fleiri dæmi séu til í refsirétti um að gerandi fái grandlausa menn til að framkvæma þann verknað sem er refsiverður, og það jafnist á við að hann hafi framkvæmt hann sjálfur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. 19. júní 2023 15:24 Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur óskað þess að allsherjar- og menntamálanefnd taki til umræðu nýjan dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Brynjari Joensen Creed og hvort að breyta þurfi ákvæðum hegningarlaga til að vernda börn betur. 3. febrúar 2024 17:05 Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35 Landsréttur þyngir dóm yfir nýdæmdum barnaníðingi Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm héraðsdóms um eitt ár. 31. mars 2023 14:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed var í Landsrétti í fyrra dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Hann hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi í héraðsdómi Reykjaness, en ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms. Brynjar var sakfelldur í héraði og Landsrétti fyrir mörg kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á aldrinum 13 og 14 ára, m.a. fyrir þrjár nauðganir. Hann var einnig sakfelldur fyrir mörg önnur kynferðisbrot gegn stúlkunum. Deilt er um það hvort einnig eigi að sakfella fyrir nauðgun í þeim tilfellum þar sem Brynjar lét stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir hvor við aðra, taka það upp og senda honum af því myndbönd. Þannig reyndi á nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga með áður óþekktum hætti. Brynjar var því ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í krafti yfirburðastöðu sinnar, vegna aldurs- og þroskamunar, auk loforða um gjafir, fengið stúlkurnar til að stunda kynferðislegar athafnir, taka upp á myndband og senda sér. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Héraðsdómur Reykjaness hafði ekki fallist á það að um nauðgun væri að ræða, en í Landsrétti var fallist á kröfur ákværuvaldsins um að brotin væru nauðgun. Dómurinn var þyngdur í sjö ár. Hæstiréttur tók málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Brotin falli undir hugtakið „önnur kynferðismök“ Í grein Brynhildar og Ragnheiðar komast þær að þeirri niðurstöðu að brot Brynjars falli undir hugtakið önnur kynferðismök í skilningi 1. mrg. 194. gr. hegningarlaga og 1. mgr. 202. gr. sömu laga. Brynjar var sakfelldur í héraði og Landsrétti fyrir mörg kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á aldrinum 13 og 14 ára, m.a. fyrir þrjár nauðganir. Hann var einnig sakfelldur fyrir mörg önnur kynferðisbrot gegn stúlkunum. Brynhildur Flóvenz og Ragnheiður Bragadóttir telja ljóst að Hæstiréttur hefði átt að staðfesta dóm Landsréttar og sakfella Brynjar fyrir nauðgun, með tilliti til þess hvernig þær telja að túlka eigi hugtakið „önnur kynferðismök.“Vísir „Auk þessara brota var ákært fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum í þremur tilvikum þar sem ákærði var ekki staddur á sama stað og brotaþolar, en fékk þær til að viðhafa kynferðislegar athafnir gagnvart sjálfum sér eða hver annarri, taka athafnirnar upp á myndband og senda sér. Skiptar skoðanir voru um hvernig sakfella ætti fyrir þessi tilvik og fóru þessir þrír ákæruliðir fyrir Hæstarétt,“ segir í greininni. Talið hefði verið að dómurinn gæti haft verulega almenna þýðingu um meðferð sakamála. Brynhildur og Ragnheiður telja ljóst að Hæstiréttur hefði átt að staðfesta dóm Landsréttar og sakfella Brynjar fyrir nauðgun, með tilliti til þess hvernig þær telja að túlka eigi hugtakið „önnur kynferðismök.“ „Önnur kynferðismök“ geti verið að láta þolanda fróa sjálfum sér eða tvo þolendur hafa kynmök Sagt er að úrlausnarefnið í ákæruliðunum snúist um það hvernig túlka beri hugtakið önnur kynferðismök, en háttsemin teljist nauðgun falli hún undir hugtakið. Í íslenskum rétti séu önnur kynferðismök lögð að jöfnu við samræði. Ríkissaksóknari hafi gert athugasemdir við frumvarp til laga um kynferðisofbeldi árið 2007, og bent á það að í upptalningu á því hvað séu „önnur kynferðismök“ sé ekki minnst á það þegar gerandi lætur þolanda fróa sjálfum sér eða þegar gerandi lætur t.d. tvo þolendur hafa kynmök saman. Höfundur frumvarpsins hafi svarað því á þann hátt að upptalning á dæmum um önnur kynferðisbrot í frumvarpinu sé eðli máls samkvæmt ekki tæmandi. Ekkert væri því til fyrirstöðu að ofangreind háttsemi geti fallið undir hugtakið. Hæstiréttur telur að ekki væri með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.Vísir/Vilhelm Þá segir í greininni: „Í ákæruliðunum kemur fram að brotaþolar hafi sett fingur og kynlífstæki í leggöng og endaþarm. Enginn vafi er á því að slíkar athafnir sem beinast að kynfærum eru önnur kynferðismök, enda veita þær eða eru almennt til þess fallnar að veita geranda kynferðislega fullnægingu. Þessi tiltekna háttsemi er auk þess sérstaklega tilgreind í lögskýringargögnum, svo það getur varla verið skýrara. Um þetta eru líka til fjölmörg dómafordæmi, t.d. H 358/2005 (fingur og salernispappír í leggöng), H 229/2008 (fingur í kynfæri og endaþarm) og H 254/2017 (fingur í leggöng).“ Gerandi hafi notað aðra sem verkfæri til að fremja brotin Þær segja því ljóst að háttsemin sem Brynjar viðhafði falli undir flokkinn önnur kynferðismök. „En hér var það ekki ákærði sjálfur sem gerði þetta, heldur fékk hann stúlkurnar til þess að gera þetta sjálfar. Breytir það niðurstöðunni?“ Á þetta álitaefni hafi reynt í dómum áður. Þá segir að í Hæstaréttardómi 502/2009 hafi maður neytt sambýliskonu sína til samræðis og annarra kynferðismaka með öðrum mönnum. Hann ljósmyndaði kynmökin eða tók þau upp á myndband. Sakfellt var fyrir nauðgun, Hæstiréttur féllst á að ákærði hefði gerst sekur um nauðgun, einnig í þeim tilvikum þar sem hann hafði ekki sjálfur kynmökin við brotaþola. Líta megi svo á að ákærði hafi notað mennina sem verkfæri til þess að fremja brotin. Fleiri dæmi séu til í refsirétti um að gerandi fái grandlausa menn til að framkvæma þann verknað sem er refsiverður, og það jafnist á við að hann hafi framkvæmt hann sjálfur.
1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Brynjars Joensen Creed Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. 19. júní 2023 15:24 Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur óskað þess að allsherjar- og menntamálanefnd taki til umræðu nýjan dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Brynjari Joensen Creed og hvort að breyta þurfi ákvæðum hegningarlaga til að vernda börn betur. 3. febrúar 2024 17:05 Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35 Landsréttur þyngir dóm yfir nýdæmdum barnaníðingi Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm héraðsdóms um eitt ár. 31. mars 2023 14:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. 19. júní 2023 15:24
Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur óskað þess að allsherjar- og menntamálanefnd taki til umræðu nýjan dóm Hæstaréttar í máli ákæruvaldsins gegn Brynjari Joensen Creed og hvort að breyta þurfi ákvæðum hegningarlaga til að vernda börn betur. 3. febrúar 2024 17:05
Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum. 19. maí 2022 15:35
Landsréttur þyngir dóm yfir nýdæmdum barnaníðingi Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm héraðsdóms um eitt ár. 31. mars 2023 14:49