Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 18:00 Tónleikar á Kex árið 2016 Vísir Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af. „Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar. Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar.
Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira