Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 13:33 Ólafur Þórisson er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vísir/Vilhelm Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað talsvert síðustu mánuði sem gerir það erfiðara fyrir unga kaupendur að koma sér inn á markað. 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir sextíu milljónir. Lítið framboð Ólafur Þórisson, hagfræðingur hjá HMS, segir framboð minni íbúða vera ansi takmarkað og að þær seljist mjög fljótt um leið og þær fara í sölu. „Fasteignaverð hefur hækkað talsvert ef horft er til síðustu þriggja, fjögurra ára. Það er ljóst að það er mjög erfitt fyrir unga kaupendur að koma inn á markað. Þannig jú, það er umhugsunarefni að svo fáar íbúðir séu í boði sem eru hagkvæmar og litlar. Við sjáum líka á tölum að ungum kaupendum fækkar, til dæmis á fyrsta ársfjórðungi. Þannig það er vert að benda á það að framboð lítilla og hagkvæmra íbúða er afar lítið um þessar mundir,“ segir Ólafur. Bæði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað, sem og framboðið minnkað. Töluverð eftirspurn er eftir minni íbúðum á svæðinu og seljast þær ansi fljótt eftir að þær koma á markað. „Við sjáum í stóru myndinni að það er það sem er að gerast. Kaupendahópur á fasteignamarkaði er núna síður háður því að taka lán. Sem að bendir til þess að kaupendahópurinn sé breyttur miðað við hvernig það var til dæmis fyrir tveimur árum þegar vextir voru lægri. Þar sjáum við að fjárhæð íbúðalána hefur haldist óbreytt. Á sama tíma og kaupsamningum hefur farið fjölgandi,“ segir Ólafur. Fleiri kaupi eign til að setja í útleigu Þetta sé til marks um að kaupendahópurinn sé nú síður háður því að taka lán og sé jafnvel að kaupa eignir til að leigja svo út á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað um 13,3 prósent síðustu tólf mánuði, langt umfram bæði verðbólgu, sem er í 6,2 prósentum, og hækkun íbúðaverðs sem var 8,4 á sama tímabili. „Við höfum ekki séð svona hækkanir á leigu, þrettán prósent hækkun á leigu er mjög mikil hækkun. Það er sirka sjö prósent hækkun á raunvirði. Ástandið á leigumarkaði, það ber merki um að það sé mikill munur á framboði eigni annars vegar og eftirspurn hins vegar. Eftirspurnin sé jafnvel þreföld á við framboðið. Þetta sjáum við út frá þeim samningum sem gerðir eru í leiguskrá,“ segir Ólafur. Skammtímaleigan þrengi að Þá er bendir hann á að talsverður fjöldi íbúða sem eru á leigumarkaði séu í skammtímaleigu, svo sem Airbnb. „Það eru þá íbúðir sem eru í boði á skammtímaleigu markaði sem væru annars í boði fyrir leigjendur á langtímamarkaði. Þannig það er þrengt að framboðinu á sama tíma og eftirspurnin er mikil,“ segir Ólafur. Þá valdi það honum áhyggjum að á byggingarmarkaði sé fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingum. „Raunverulega dróst saman fjárfesting á íbúðamarkaði um tvö prósent af raunvirði í fyrra. Það segir manni að jafnvel þó að starfsfólki hafi fjölgað í byggingariðnaði í fyrra, að þetta starfsfólk er í auknu mæli að vinna í fjárfestingu á mannvirkjum, fremur en uppbyggingu íbúða,“ segir Ólafur.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira