Spilafíklar geti lokað á fjárhættuspil hjá Indó Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 11:42 Þjónustan er unnin í samstarfi við Samtök áhugafólks um spilafíkn. indó Sparisjóðurinn Indó býður nú viðskiptavinum sínum að loka á fjárhættuspil. Þau sem kjósi að virkja lokunina muni ekki geta notað debetkortið sitt á veðmála- og fjárhættuspilavefsíðum né á flestum sölustöðum spilakassa. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum segir að þjónustan sé unnin í samstarfi við Samtök áhugafólks um spilafíkn og sé hugsuð til að aðstoða þau sem vilja að hætta að spila. Í tilkynningunni segir að tæknilega sé ekki flókið að leyfa fólki að læsa á ákveðna tegund söluaðila þar sem allir söluaðilar sem taka við VISA kortum þurfa að skrá starfsemi hjá færsluhirði eftir flokki og því séu allar færslur merktar kóða starfseminnar, sem sé einfaldlega lokað á. Flóknara sé að loka á einstaka sölustaði með spilakassa en lokunin nær til þeirra helstu. Lausnin er nú þegar tilbúin og þau sem hafa áhuga á að virkja lokun á fjárhættuspil geti gert það í sínum kortastillingum Indó-appinu. „Þetta er þjónusta sem við fundum að var eftirspurn eftir. Með henni viljum við aðstoða fólk sem vill hætta að spila og því er lokunin algjörlega valfrjáls. Lokunin er heldur ekki endanleg, svo fólki má snúast hugur. Hins vegar þarf fólk að hafa samband við okkur til að opna aftur og svo líða 48 klukkustundir þar til hægt er að spila aftur,“ er haft eftir Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Indó. „Við hjá samtökunum fögnum þessu framtaki og það frá litlum sparisjóði. Við höfum kallað eftir sambærilegum lausnum sem geta skipt miklu máli fyrir fólk sem vill hætta að spila. Við vonum nú bara að bankarnir fylgi eftir og fleiri bjóði upp á þennan möguleika,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Fíkn Fjármálafyrirtæki Fjárhættuspil Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum segir að þjónustan sé unnin í samstarfi við Samtök áhugafólks um spilafíkn og sé hugsuð til að aðstoða þau sem vilja að hætta að spila. Í tilkynningunni segir að tæknilega sé ekki flókið að leyfa fólki að læsa á ákveðna tegund söluaðila þar sem allir söluaðilar sem taka við VISA kortum þurfa að skrá starfsemi hjá færsluhirði eftir flokki og því séu allar færslur merktar kóða starfseminnar, sem sé einfaldlega lokað á. Flóknara sé að loka á einstaka sölustaði með spilakassa en lokunin nær til þeirra helstu. Lausnin er nú þegar tilbúin og þau sem hafa áhuga á að virkja lokun á fjárhættuspil geti gert það í sínum kortastillingum Indó-appinu. „Þetta er þjónusta sem við fundum að var eftirspurn eftir. Með henni viljum við aðstoða fólk sem vill hætta að spila og því er lokunin algjörlega valfrjáls. Lokunin er heldur ekki endanleg, svo fólki má snúast hugur. Hins vegar þarf fólk að hafa samband við okkur til að opna aftur og svo líða 48 klukkustundir þar til hægt er að spila aftur,“ er haft eftir Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Indó. „Við hjá samtökunum fögnum þessu framtaki og það frá litlum sparisjóði. Við höfum kallað eftir sambærilegum lausnum sem geta skipt miklu máli fyrir fólk sem vill hætta að spila. Við vonum nú bara að bankarnir fylgi eftir og fleiri bjóði upp á þennan möguleika,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Fíkn Fjármálafyrirtæki Fjárhættuspil Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira