Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júní 2024 09:01 Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson, tveir af fjórum stofnendum Datasmoothie. Datasmoothie/Leifur Wilberg Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna. Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna.
Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira