Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júní 2024 18:08 Af þeim fimm brotum sem maðurinn hefur verið dæmdur fyrir á þessu ári áttu þrjú þeirra sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira