Senda tækið til útlanda til skoðunar og vilja endurgreiða Steinunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2024 17:16 Athygli vakti á dögunum þegar Vísir fjallaði um kolsýrutæki sem hafði sprungið í frumeindir sínar og miður skemmtileg samskipti Elko við viðskiptavininn. Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko harmar atvikið. Vísir Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið líta mál þar sem kolsýrutæki sprakk með þeim afleiðingum að neytandi hlaut skaða á hendi alvarlegum augum. Hann segist hafa ítrekað starfsreglur og sent tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. Vísir fjallaði um mál Steinunnar Ólafsdóttur í liðinni viku. Hún varar við notkun kolsýrutækis af gerðinni Aarke sem sprakk í frumeindir sínar eftir að yfirþrýstingur myndaðist þegar hún var að laga kolsýrt vatn. Steinunn átti í bréfaskiptum við Elko, sem sagði engin tæki hættulaus. Mestar líkur væru á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við. Þá hafi fyrirtækið brýnt fyrir henni nauðsyn þess að lesa leiðbeiningar sem fylgja slíkum tækjum rétt. Steinunn sagði málalokin dapurleg. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko málinu ekki lokið. Enn sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að yfirþrýstingur myndaðist í flöskunni. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við Steinunni og boðist til að endurgreiða henni tækið og aukahluti. Verið sé að senda tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. „Við lítum alltaf alvarlegum augum ef slys verða á fólki eða kemur til tjóns á ytra umhverfi. Í kjölfar þessa slyss þá höfum við uppfært allar vörulýsingar með vísun í færslu á blogg.elko.is þar sem er farið yfir helstu öryggisatriði við notkun á kolsýrutækjum,“ segir í svari Óttars. Aðspurður hvort viðbrögð fyrirtækisins hefðu mátt vera öðruvísi í umræddu máli segist hann hafa tekið atvikið og verklag því tengdu til sérstakrar skoðunar og ítrekar starfsreglur komi svona atvik upp aftur. „Við höfum beðið umræddan viðskiptavin afsökunar á fyrstu viðbrögðum fyrirtækisins.“ Loks segir í svari Óttars að Elko hafi haft samband við framleiðanda tækisins svo grafast mætti betur fyrir um orsakir slyssins. Í samráði við viðskiptavin muni framleiðandinn hafa samband beint til að rannsaka málið, auk þess sem tækið verði sent í skoðun til útlanda hjá sérfræðingum. Neytendur Slysavarnir Tækni Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira
Vísir fjallaði um mál Steinunnar Ólafsdóttur í liðinni viku. Hún varar við notkun kolsýrutækis af gerðinni Aarke sem sprakk í frumeindir sínar eftir að yfirþrýstingur myndaðist þegar hún var að laga kolsýrt vatn. Steinunn átti í bréfaskiptum við Elko, sem sagði engin tæki hættulaus. Mestar líkur væru á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við. Þá hafi fyrirtækið brýnt fyrir henni nauðsyn þess að lesa leiðbeiningar sem fylgja slíkum tækjum rétt. Steinunn sagði málalokin dapurleg. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko málinu ekki lokið. Enn sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að yfirþrýstingur myndaðist í flöskunni. Fyrirtækið hafi verið í sambandi við Steinunni og boðist til að endurgreiða henni tækið og aukahluti. Verið sé að senda tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum. „Við lítum alltaf alvarlegum augum ef slys verða á fólki eða kemur til tjóns á ytra umhverfi. Í kjölfar þessa slyss þá höfum við uppfært allar vörulýsingar með vísun í færslu á blogg.elko.is þar sem er farið yfir helstu öryggisatriði við notkun á kolsýrutækjum,“ segir í svari Óttars. Aðspurður hvort viðbrögð fyrirtækisins hefðu mátt vera öðruvísi í umræddu máli segist hann hafa tekið atvikið og verklag því tengdu til sérstakrar skoðunar og ítrekar starfsreglur komi svona atvik upp aftur. „Við höfum beðið umræddan viðskiptavin afsökunar á fyrstu viðbrögðum fyrirtækisins.“ Loks segir í svari Óttars að Elko hafi haft samband við framleiðanda tækisins svo grafast mætti betur fyrir um orsakir slyssins. Í samráði við viðskiptavin muni framleiðandinn hafa samband beint til að rannsaka málið, auk þess sem tækið verði sent í skoðun til útlanda hjá sérfræðingum.
Neytendur Slysavarnir Tækni Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Sjá meira