Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 11:11 Búist er við að tugmilljónir manna stilli á CNN í kvöld til að fylgjast með kappræðunum. AP Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27
Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00