Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 07:40 Mikil umræða er í hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi á Facebook. Er að merkja á íslenskum neytendum að verð rjúki víða upp. Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is. Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira