Spennt fyrir menningarlífinu og náttúrunni á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 09:55 Eyjólfur og Áslaug á tímamótum. Áslaug starfaði sem stjórnmálafræðiprófessor við Bates College í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. HA Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót. Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót.
Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51