Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar gæti fjölgað um fimmtíu prósent. Stöð 2 Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. „Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
„Vindbreytingin með hæð í því lagi sem flugvélarnar fljúga hefur þær afleiðingar að það er meira um ókyrrð en áður. Menn hafa sýnt fram á þetta bæði fræðilega og líka með því að skoða óbeinar mælingar þarna uppi með svokölluðum endurgreiningum veðurlíkana,“ segir Einar. Getur komið mönnum í opna skjöldu Veðurfræðingar hjá háskólanum í Reading í Bretlandi birtu niðurstöður rannsóknar fyrir nokkrum árum og mælingar þeirra bentu til þess að vegna hitabreytinga hefðu vindbreytingar með aukist markvert síðustu fjóra áratugina. 15 prósent meiri vindbreyting væri nú með hæð en áður nálægt 34 þúsund fetum. Veðrahvolfið (e. troposphere) hlýnar og þá kólnar heiðhvolfið (e. stratosphere) með þeim afleiðingum að vindbreyting með hæð eykst.Blika.is „Öll vindbreyting á milli fluglaga og eins í sömu hæð í stefnu vélarinnar getur verið uppspretta heiðkviku. Oft er henni spáð og flugstjórar forðast hana með heimild til ýmist lækkunar eða hækkunar á flughæð. En hún getur líka komið mönnum algerlega í opna skjöldu eins og dæmin sanna,“ skrifaði Einar á Bliku.is á dögunum. Allt að fimmtíu prósent aukning Flugumferð hefur aukist mikið á þessu sama tímabili en mælingarnar benda til markverðar aukningar þó að leiðrétt sé með umferðinni. „Menn vilja meina að þetta eigi eftir að versna. Menn sjá fram á það að það geti verið aukning á ókyrrðartilvikum um fimmtíu prósent,“ segir Einar. Mest ber á ókyrrðinni beggja vegna miðbaugs en breytinganna gætir þó um allan heim. Einar segir lítið hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Það er voða lítið hægt að gera annað en að sjá hvort hægt sé að breyta flughæðum. Hins vegar er vélunum engin hætta búin, þær þola þetta. Þetta snýst um farþegana, að þeir séu ekki að kastast til,“ segir Einar. Ósýnilegur brotsjór Hann líkir heiðkvikunni við ósýnilega öldu sem brotnar fram yfir sig. Tæki séu til til að mæla og spá fyrir um heiðkviku í háloftunum en þau séu ekki gallalaus. „Það eru gefnar út spár en samt sem áður getur þetta alltaf komið mönnum í opna skjöldu. Menn eru að afla þekkingar og það er verið að rannsaka þetta um allan heim. Maður gerir vonir um það að það verði eitthvað komið út úr þessu á næstu ári,“ segir Einar og brýnir fyrir flugfarþegum að sitja kyrr með beltin spennt. „Þetta er bara eins og í bílferðum. Maður á bara að vera spenntur í belti, líka í flugi á miðri leið. Það er sams konar trygging eins og að vera spenntur í bíl,“ segir Einar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira