Stærðarinnar skilti sem ekkert má sýna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2024 21:01 Kjartan sést hér við hið umdeilda skilti. Ef hann myndi kveikja á því myndi það kosta 150 þúsund krónur á dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Ormsson segir dapurlegt að deilur við Reykjavíkurborg um auglýsingaskilti félagsins þurfi að fara fyrir dómstóla. Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
Þar sem skiltið hangir nú héngu áður dúkar sem prentaðir voru um tvisvar til þrisvar í mánuði, með mismunandi auglýsingum frá Ormsson. Framkvæmdastjórinn segir þann kost að vera með LED-skilti mun umhverfisvænni og hentugri. Fyrir uppsetningu skiltisins hafi þau svör borist frá borginni að þegar væru leyfi fyrir því. „Það var ekki fyrr en skiltið var komið upp og við vorum búnir að kveikja á því sem borgin sagði okkur að þetta væri óleyfisframkvæmd,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson Í kjölfarið hafi verið sótt um nýtt byggingaleyfi. Því var synjað, og lagðar dagsektir á félagið fyrir hvern dag sem kveikt væri á skiltinu. „Síðan gerist það að borgin sendir okkur bréf í nóvember þar sem okkur er tilkynnt að það sé búið að samþykkja byggingaleyfi á veggnum. Við vorum bara þakklát fyrir það og áttum ekki von á annarri niðurstöðu.“ Taka ekki sénsinn á að kveikja Engu að síður snýr deilan, sem nú hefur ratað fyrir héraðsdóm Reykjavíkur, að því hvort byggingarleyfi hafi fengist eða ekki, en í stefnu Ormsson á hendur borginni er vísað til bréfs þar sem byggingarleyfi virðist samþykkt. „En við allavega þorum ekki að kveikja á skiltinu á meðan við höfum yfir höfði okkar að borga 150 þúsund krónur í dagsektir. Það eru stórir peningar fyrir hvaða fyrirtæki og hvern sem er,“ segir Kjartan. Ekki hefur verið kveikt á skiltinu síðan í mars vegna þessa. Ekki óskastaðan Kjartan telur stjórnvöld ekki sinna leiðbeiningarskyldu sinni í málinu. „Nú ef að vandamálið er að skiltið er of stórt, þá gætum við minnkað það. Við höfum ekki fengið neinar leiðbeiningar um slíkt.“ Best væri að geta unnið í sátt við borgina. „Það er hálf dapurlegt að borgarinn, og Ormsson í þessu tilfelli, þurfi að fara þá leið að stefna stjórnvaldinu. Því miður er það niðurstaðan.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Verslun Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira