Íþróttahjón opna apótek saman: „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2024 10:00 Hlíf og Vignir, fyrrum íþróttafólk og nýorðnir apótekseigendur. vísir / einar Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu. Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira