Læknirinn sem varð fyrir árásinni ætlar lengra með málið Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 15:56 Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu i miðbænum. Vísir/Vilhelm Heimilislæknir sem varð fyrir árás sjúklings á heilsugæslu í Reykjavík en fær ekki bætur frá ríkinu vegna málsins hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira