Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu frambærilegir til vinnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 20:01 Friðþjófi er ekki sérlega skemmt yfir athæfi óboðinna næturgesta á byggingarsvæðinu. Vísir/Einar Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum. Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur. Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þjófnaðarins varð vart í lok síðasta mánaðar, en verkstjóri hjá verktaka sem starfar á iðnaðarsvæðinu segir tjónið ekki aðeins felast í að kaupa nýja strengi og setja þá upp. „Eins líka vinnutapi, því hann átti að vera í vinnu. Hér er fullt að gera. Þetta er fljótt að hlaupa upp og svona tjón gæti mjög fljótt orðið, ja, við erum að tala eina, eina og hálfa, tvær milljónir á skömmum tíma,“ segir verkstjórinn Friðþjófur Friðþjófsson. Hann segir málið hreint ekkert einsdæmi. „Þetta er að gerast út um allan bæ, og þeir eru að verða kræfari og kræfari, þessir kallar sem vinna á nóttunni. Og þó við séum að reyna að verja okkur hérna á vinnusvæðunum með myndavélunum úti um allt, þá er einn og einn punktur sem við náum ekki. Það var akkúrat það sem gerðist hér hjá okkur.“ KLIPPA Nóg að gera og vitleysan bæti ekki úr skák Erfitt sé að bera kennsl á þjófana, og því erfitt fyrir lögreglu að aðhafast nokkuð. „Þetta er mjög pirrandi. Við höfum alveg nóg að gera, þó við þurfum ekki að standa í þessum vitleysisgangi,“ segir Friðþjófur, og er bersýnilega ekki skemmt. Þjófarnir fari síðan með kopar úr köplunum í málmendurvinnslustöðvar, en samkvæmt óformlegri verðkönnun fréttastofu fást rúmlega 500 krónur fyrir kílóið af kopar úr köplum í málmendurvinnslustöðvum. Því sé lítið upp úr þjófnaðinum að hafa. „Miðað við hvað þetta veldur okkur miklu veseni.“ Friðþjófur segir ekki gott að skjóta á hvað þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu, en það hafi ekki verið gott tímakaup. „Þetta er kannski fimmþúsundkall, eitthvað svoleiðis. Pylsa og kók.“ Greinilega góðir til vinnu Friðþjófur er þó með hugmynd fyrir þjófana, sem gæfi betur í aðra hönd en kaplaþjófnaður að næturlagi. „Það vantar alltaf menn til að vinna. Þeir eru búnir að sýna fram á að þeir eru mjög frambærilegir til vinnu, þannig að við skulum bara fá þá í rétta vinnu.“ Já, þú myndir taka fagnandi á móti þeim? „Allavega myndi ég tala við þá,“ segir Friðþjófur, nokkuð léttur.
Reykjavík Lögreglumál Byggingariðnaður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira