Guðlaug Edda og Hákon fánaberar Íslands á Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 06:31 Fánaberar Íslands verða þau Guðlaug Edda Hannesdóttir sem keppir í þríþraut og Hákon Þór Svavarsson sem keppir í haglabyssuskotfimi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið þau Guðlaugu Eddu Hannesdóttur og Hákon Þór Svavarsson til að vera fánaberar Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París 2024. Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira