Búseturétthafar í Grindavík losna undan samningum Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2024 16:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar. í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira