Af glyðrugangi eftirlitsstofnana Ester Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 15:01 Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar