Dósent við HÍ „óskaði þess að árásarmaðurinn hefði hitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 14:23 Viðbrögðin við ummælunum hafa verið misjöfn. Vísir/Samsett Erna Magnúsdóttir dósent í læknadeild Háskóla Íslands skrifaði athugasemd við færslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa óskað þess að skotmaðurinn sem gerði banatilræði gegn Donaldi Trump forsetaframbjóðanda hefði hæft hann. Erna segist standa við orð sín en að auðvelt sé að taka þau úr samhengi. Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“ Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira