Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2024 22:04 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. Þar vekur Haraldur athygli á því að þann 12. júlí síðastliðinn, fyrir rúmri viku, hafi orðið breyting í atburðarásinni í kvikuhólfinu undir Svartsengi og landris nánast hætt. Hann segir þó of snemmt að fagna góðri spá en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt. Haraldur rifjar upp spána sem þeir Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur birtu þann 14. mars síðastliðinn sem bar titilinn „Einföld spá um lok umbrota í Grindavík“. Þar spáðu þeir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi lyki síðsumars árið 2024 og þar með hreyfingunum í Sundhnúk suður um til Grindavíkur. „Við sýndum tvær spálínur um goslok. Önnur spálínan benti á núll kvikurennsli um 5. júlí en hin um 10. ágúst 2024,“ rifjar Haraldur upp en bætir síðan við: „Síðasta gosi í Sundhnúksgígaröðinni lauk um 22. júní. Síðan hefur landris haldið áfram í Svartsengi, eins og GPS stöðin SENG sýnir. En hinn 12. júlí breytti til og síðan hefur land risið lítið eða ekkert. Sennilega bendir það til að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið.“ Þessa skýringarmynd birtir Haraldur með pistli sínum. Hann vekur sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is „Það er enn of snemmt að fagna góðri spá, en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt,“ segir Haraldur Sigurðsson á vulkan.blog.is. Goslokaspá þeirra Haraldar og Gríms frá 14. mars var útskýrð þannig í frétt Stöðvar 2 þann dag: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Þar vekur Haraldur athygli á því að þann 12. júlí síðastliðinn, fyrir rúmri viku, hafi orðið breyting í atburðarásinni í kvikuhólfinu undir Svartsengi og landris nánast hætt. Hann segir þó of snemmt að fagna góðri spá en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt. Haraldur rifjar upp spána sem þeir Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur birtu þann 14. mars síðastliðinn sem bar titilinn „Einföld spá um lok umbrota í Grindavík“. Þar spáðu þeir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi lyki síðsumars árið 2024 og þar með hreyfingunum í Sundhnúk suður um til Grindavíkur. „Við sýndum tvær spálínur um goslok. Önnur spálínan benti á núll kvikurennsli um 5. júlí en hin um 10. ágúst 2024,“ rifjar Haraldur upp en bætir síðan við: „Síðasta gosi í Sundhnúksgígaröðinni lauk um 22. júní. Síðan hefur landris haldið áfram í Svartsengi, eins og GPS stöðin SENG sýnir. En hinn 12. júlí breytti til og síðan hefur land risið lítið eða ekkert. Sennilega bendir það til að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið.“ Þessa skýringarmynd birtir Haraldur með pistli sínum. Hann vekur sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is „Það er enn of snemmt að fagna góðri spá, en alla vega virðist einhver breyting vera að gerast í þá átt,“ segir Haraldur Sigurðsson á vulkan.blog.is. Goslokaspá þeirra Haraldar og Gríms frá 14. mars var útskýrð þannig í frétt Stöðvar 2 þann dag:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40