„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 20:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var talinn gefa áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Þá er banatilræði gegn Trump talið hafa styrkt kjörgengi hans. Biden vill nú að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu þegar um þrír og hálfur mánuður eru til kosninga. „Hann hefur bara séð sína sæng uppreidda. Hann var kominn alveg út í horn. Þetta var orðið vonlaust en maður var ekki viss hvernig hann myndi snúa sér í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um stöðu Biden. Líkur séu á því að þessi yfirlýsing hafi verið í undirbúningi í einhvern tíma og nú reynt að draga úr hættunni á óvæntum uppákomum. „En hvort þetta dugi til að snúa stöðunni við er allt annað mál, maður veit það bara ekki enn þá.“ Óljóst með stuðning Dæmi er um að Kamala Harris hafi mælst sterkari en Biden í könnunum en Eiríkur segir lítið að marka slíkar mælingar áður en flokkurinn hefur stillt henni upp sem frambjóðanda og valið sér varaforsetaefni. „Nú er komin upp ný staða og við eigum eftir að sjá mælingar eftir að demókratarnir stilla þessu fram. Að mörgu leyti var þetta eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi. Það var einhvern veginn ekkert annað sem maður gat séð.“ Donald Trump hafi undanfarið haft feikilegan vind í seglin og siglt hraðbyri í stól forseta. Þetta hafi í raun verið eini leikurinn í stöðunni fyrir demókrata og spurningin helst verið hvort Biden yrði samvinnuþýður. „Eins og ég les þetta þá náði Donald Trump algjöru frumkvæði, fyrst eftir þessar kappræðum og svo við þetta tilræði og sú ævintýralegu atburðarás sem var í kringum það og skildi demókrata eftir í reyk. Þetta er tilraun til að ná einhvers konar frumkvæði aftur.“ Leysir kjörmenn sína á flokksþinginu Til stóð að kjörmenn myndu kjósa Biden sem formlegt forsetaefni demókrata á flokksþingi sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Eiríkur segir nú viðbúið að Biden muni nýta heimild til losa þá kjörmenn sem hann hlaut í forkosningum flokksins undan þeirri kvöð að kjósa sig og hvetja þá til að styðja Harris. Þrátt fyrir það sé fulltrúunum frjálst að styðja aðra frambjóðendur til forsetaefnis, bjóði þeir sig fram á flokksþinginu. Slóðin sé því ekki alveg troðin fram á við og einhver óvissa ríki um framhaldið. Nú fari umræða um varaforsetaefni á fullt en nafn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu hefur meðal annars verið nefnt í því samhengi. „Nú þarf bara að sjá hvort [Harris] nái að snúa vörn í sókn.“ Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var talinn gefa áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Þá er banatilræði gegn Trump talið hafa styrkt kjörgengi hans. Biden vill nú að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu þegar um þrír og hálfur mánuður eru til kosninga. „Hann hefur bara séð sína sæng uppreidda. Hann var kominn alveg út í horn. Þetta var orðið vonlaust en maður var ekki viss hvernig hann myndi snúa sér í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um stöðu Biden. Líkur séu á því að þessi yfirlýsing hafi verið í undirbúningi í einhvern tíma og nú reynt að draga úr hættunni á óvæntum uppákomum. „En hvort þetta dugi til að snúa stöðunni við er allt annað mál, maður veit það bara ekki enn þá.“ Óljóst með stuðning Dæmi er um að Kamala Harris hafi mælst sterkari en Biden í könnunum en Eiríkur segir lítið að marka slíkar mælingar áður en flokkurinn hefur stillt henni upp sem frambjóðanda og valið sér varaforsetaefni. „Nú er komin upp ný staða og við eigum eftir að sjá mælingar eftir að demókratarnir stilla þessu fram. Að mörgu leyti var þetta eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi. Það var einhvern veginn ekkert annað sem maður gat séð.“ Donald Trump hafi undanfarið haft feikilegan vind í seglin og siglt hraðbyri í stól forseta. Þetta hafi í raun verið eini leikurinn í stöðunni fyrir demókrata og spurningin helst verið hvort Biden yrði samvinnuþýður. „Eins og ég les þetta þá náði Donald Trump algjöru frumkvæði, fyrst eftir þessar kappræðum og svo við þetta tilræði og sú ævintýralegu atburðarás sem var í kringum það og skildi demókrata eftir í reyk. Þetta er tilraun til að ná einhvers konar frumkvæði aftur.“ Leysir kjörmenn sína á flokksþinginu Til stóð að kjörmenn myndu kjósa Biden sem formlegt forsetaefni demókrata á flokksþingi sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Eiríkur segir nú viðbúið að Biden muni nýta heimild til losa þá kjörmenn sem hann hlaut í forkosningum flokksins undan þeirri kvöð að kjósa sig og hvetja þá til að styðja Harris. Þrátt fyrir það sé fulltrúunum frjálst að styðja aðra frambjóðendur til forsetaefnis, bjóði þeir sig fram á flokksþinginu. Slóðin sé því ekki alveg troðin fram á við og einhver óvissa ríki um framhaldið. Nú fari umræða um varaforsetaefni á fullt en nafn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu hefur meðal annars verið nefnt í því samhengi. „Nú þarf bara að sjá hvort [Harris] nái að snúa vörn í sókn.“
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41