Ólympíumeistarinn algjörlega óhuggandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 12:30 Uta Abe áttar sig á því að hún hefur tapað bardaganum og er úr leik á Ólympíuleikunum. Getty/Michael Reaves Hin japanska Uta Abe varð Ólympíumeistari í júdó á síðustu Ólympíuleikunum og ætlaði sér mikið á leikunum í París í ár. Það var því mikil áfall fyrir hana þegar hún datt úr leik strax í annarri umferð í gær. Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe. Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Abe keppir í -52 kílóa flokki og hefur unnið tvo heimsmeistaratitla síðan hún vann Ólympíugullið í Tókyó 2021. Hún vann gullið á síðustu leikum með því að vinna Diyora Keldiyorova frá Úsbekistan í úrslitaglímunni. Hefnd frá síðustu leikum Í gær mættust þær stöllur aftur en strax í annarri umferð, sextán manna úrslitum. Þar tókst Úsbekanum að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum síðan. Það var í raun ótrúlegt að þær skildu mætast svo snemma í keppninni. Keldiyorova fór síðan alla leið og tryggði sér Ólympíugullið með sigri á Kósóvanum Distria Krasniqi í úrslitaglímunni. Brotnaði niður Tapið í annarri umferð var hins vegar mikið sjokk fyrir Abe sem tók því afar illa. Hún sýndi þó íþróttamennsku og þakkaði Keldiyorovu fyrir bardagann en eftir að hún kom til þjálfara síns þá brotnaði hún algjörlega niður. Ólympíumeistarinn fráfarandi var algjörlega óhuggandi og hágrét í örmum þjálfara síns. Hann reyndi sitt besta að hugga hana og áhorfendur reyndu að hvetja hana áfram með því að klappa fyrir henni. Það gekk aftur á móti lítið enda var Abe greyið algjörlega niðurbrotin eins og sjá má hér fyrir neðan. Reigning Olympic champion, Uta Abe, was absolutely devastated after losing in the second round against Uzbekistan’s Diyora Keldiyorova 💔#Paris2024 #Olympics #Judo pic.twitter.com/k3LPNXqhtB— Eurosport (@eurosport) July 28, 2024 Abe er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar keppir líka í júdó. Þau unnu bæði gull á leikunum í Tókíó fyrir þremur árum og ætluðu að upplifa drauminn að vinna gull sama daginn í París. Hifumi Abe bróður hennar tókst að landa gullinu og sagðist hafa hugsað mikið til systur sinnar í baráttu sinni fyrir sigrinum í 66 kílógramma flokkinum. „Ég reyndi að sýna styrk minn og vildi virkilega berjast fyrir hönd systur minnar, fyrir systur mína. Ég endurtók það í hugsunum mínum. Þannig mætti ég til leiks,“ sagði Hifumi Abe, bróðir Uta Abe.
Ólympíuleikar 2024 í París Júdó Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira