Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2024 14:01 Hester og Dujardin hafa unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum. Ben Birchall/PA Images via Getty Images Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. Hester gaf Dujardin starf á búgarði sínum árið 2007, kenndi henni og leiðbeindi í þjálfun hesta. Þau hafa síðan tekið þátt á þremur Ólympíuleikum saman og unnið til gull-, silfurs- og bronsverðlauna. Saman stefndu þau á keppni í París í sumar en Dujardin sagði sig frá eftir að nafnlaus ábending barst, fjögurra ára gamalt myndband þar sem hún sést lemja hest óhóflega með svipu. Hester hafði ekki tjáð sig opinberlega um málið fyrr en í gær og segist sjá eftir því. „Þetta endurspeglar á engan hátt hvernig ég þjálfa hesta eða kenni nemendum mínum, algjörlega óafsakanlegt. Ég skammast mín mikið og hefði átt að stíga fyrr fram og fordæma þetta,“ sagði Hester í viðtali við BBC. Hester og Dujardin hafa unnið saman í sautján ár. Steve Parsons/PA Images via Getty Images „Ég hef ekki hitt hana og veit að hennar mál eru mjög, mjög flókin eins og er. En hún er umkringd fólki sem vill hjálpa henni. Ég veit að hún gengst við brotinu og þetta var fyrir fjórum árum. Mistök sem verður að fyrirgefa. Ég hef þekkt Charlotte í sautján ár og aldrei séð þessa hlið af henni.“ Í stað hennar keppti Becky Moody með Hester á þriðjudaginn var. Moody er komin áfram í úrslit en Hester er á mörkunum og þarf að bíða og sjá hvernig fer hjá síðustu keppendum í dag. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Hester gaf Dujardin starf á búgarði sínum árið 2007, kenndi henni og leiðbeindi í þjálfun hesta. Þau hafa síðan tekið þátt á þremur Ólympíuleikum saman og unnið til gull-, silfurs- og bronsverðlauna. Saman stefndu þau á keppni í París í sumar en Dujardin sagði sig frá eftir að nafnlaus ábending barst, fjögurra ára gamalt myndband þar sem hún sést lemja hest óhóflega með svipu. Hester hafði ekki tjáð sig opinberlega um málið fyrr en í gær og segist sjá eftir því. „Þetta endurspeglar á engan hátt hvernig ég þjálfa hesta eða kenni nemendum mínum, algjörlega óafsakanlegt. Ég skammast mín mikið og hefði átt að stíga fyrr fram og fordæma þetta,“ sagði Hester í viðtali við BBC. Hester og Dujardin hafa unnið saman í sautján ár. Steve Parsons/PA Images via Getty Images „Ég hef ekki hitt hana og veit að hennar mál eru mjög, mjög flókin eins og er. En hún er umkringd fólki sem vill hjálpa henni. Ég veit að hún gengst við brotinu og þetta var fyrir fjórum árum. Mistök sem verður að fyrirgefa. Ég hef þekkt Charlotte í sautján ár og aldrei séð þessa hlið af henni.“ Í stað hennar keppti Becky Moody með Hester á þriðjudaginn var. Moody er komin áfram í úrslit en Hester er á mörkunum og þarf að bíða og sjá hvernig fer hjá síðustu keppendum í dag.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira