Komst í úrslit á ÓL á brákuðum ökkla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 14:31 Angelina Topic frá Serbíu fær hér ráð frá þjálfara sínum. Getty/Artur Widak Serbneski hástökkvarinn Angelina Topic upplifði eina af martröðum íþróttafólks þegar hún meiddist í upphitun fyrir keppni á Ólympíuleikunum. Topic tognaði greinilega illa á hægri fæti í upphitun fyrir undankeppni hástökksins í gær. Sem betur fer þá stekkur hún upp á vinstri fæti. Hún var augljóslega sárþjáð en ákvað að harka af sér og reyna allt til að komast í úrslitin. Henni tókst það með því að fara yfir 1,92 metra í þriðju tilraun og rétt skreið með því inn í úrslitin. Alls stökk hún níu sinnum og komst yfir í síðustu tilraun við bæði 1,88 metra og 1,92 metra. Hin nítján ára gamla Topic vann silfur á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar en var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Eftir keppnina voru meiðslin skoðuð betur og þá fékk hún slæmar fréttir. „Því miður þá mun ég ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum. Eftir myndatöku þá kom í ljós að þetta voru alvarlegri meiðsli en við héldum. Það er sprunga í beini í hægri ökklanum og það er því ekki möguleiki fyrir mig að keppa í úrslitunum á sunnudaginn,“ skrifaði Topic á samfélagsmiðla. „Ég trúði því virkilega, þrátt fyrir allt, að gæti keppt aftur í úrslitunum. Ég gaf því allt mitt til að komast þangað en það lítur út fyrir að þetta átti ekki gerast fyrir mig að þessu sinni. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Topic. View this post on Instagram A post shared by angelina<3 (@angelinatopic) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Topic tognaði greinilega illa á hægri fæti í upphitun fyrir undankeppni hástökksins í gær. Sem betur fer þá stekkur hún upp á vinstri fæti. Hún var augljóslega sárþjáð en ákvað að harka af sér og reyna allt til að komast í úrslitin. Henni tókst það með því að fara yfir 1,92 metra í þriðju tilraun og rétt skreið með því inn í úrslitin. Alls stökk hún níu sinnum og komst yfir í síðustu tilraun við bæði 1,88 metra og 1,92 metra. Hin nítján ára gamla Topic vann silfur á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar en var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Eftir keppnina voru meiðslin skoðuð betur og þá fékk hún slæmar fréttir. „Því miður þá mun ég ekki keppa meira á þessum Ólympíuleikum. Eftir myndatöku þá kom í ljós að þetta voru alvarlegri meiðsli en við héldum. Það er sprunga í beini í hægri ökklanum og það er því ekki möguleiki fyrir mig að keppa í úrslitunum á sunnudaginn,“ skrifaði Topic á samfélagsmiðla. „Ég trúði því virkilega, þrátt fyrir allt, að gæti keppt aftur í úrslitunum. Ég gaf því allt mitt til að komast þangað en það lítur út fyrir að þetta átti ekki gerast fyrir mig að þessu sinni. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Topic. View this post on Instagram A post shared by angelina<3 (@angelinatopic)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita