Snorri Barón: Keppnin heldur áfram með blessun fjölskyldu Lazars Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 14:28 Snorri Barón Jónsson er staddur á heimsleikunum þar sem Lazar Ðukic lést í gær. „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni,“ segir umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem staddur er í Texas á heimsleikunum í CrossFit þar sem keppandinn Lazar Đukić drukknaði í gær. „Við erum öll bara í einhverju móki og rétt að ná utan um þetta. Þetta er lítil íþrótt, það þekkjast allir þannig að það voru margir að missa góðan vin. Svo er þetta auðvitað bara staða sem allt íþróttafólkið getur speglað sig í, þetta hefði getað komið fyrir þau líka,“ hélt hann áfram en Snorri er umboðsmaður hjá Bakland, einni stærstu umboðsskrifstofunni í CrossFit heiminum og heldur utan um 13 af 80 keppendum heimsleikanna. Heimsleikarnir halda áfram Keppni var hætt í gær en hún mun halda áfram í dag. Skipuleggjendur heimsleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir þá ákvörðun en Snorri segir það gert með leyfi og af vilja fjölskyldunnar. Bróðir Lazars, Luka Đukić er meðal keppenda en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir slysið. Ðukic bræðurnir. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Nánar verður rætt við Snorra og ítarlega fjallað um málið í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. CrossFit Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
„Við erum öll bara í einhverju móki og rétt að ná utan um þetta. Þetta er lítil íþrótt, það þekkjast allir þannig að það voru margir að missa góðan vin. Svo er þetta auðvitað bara staða sem allt íþróttafólkið getur speglað sig í, þetta hefði getað komið fyrir þau líka,“ hélt hann áfram en Snorri er umboðsmaður hjá Bakland, einni stærstu umboðsskrifstofunni í CrossFit heiminum og heldur utan um 13 af 80 keppendum heimsleikanna. Heimsleikarnir halda áfram Keppni var hætt í gær en hún mun halda áfram í dag. Skipuleggjendur heimsleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir þá ákvörðun en Snorri segir það gert með leyfi og af vilja fjölskyldunnar. Bróðir Lazars, Luka Đukić er meðal keppenda en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega eftir slysið. Ðukic bræðurnir. „Auðvitað var það fyrsta sem skipuleggjendur gerðu að tala við fjölskyldu Lazars og bróður hans sem er keppandi líka. Það sem þau báru undir íþróttafólkið var: Það er búið að tala við Đukić fjölskylduna, þau gefa blessun sína og þau telja að það hefði verið vilji Lazars að keppnin haldi áfram. Maður er búinn að sjá á internetinu að það er mikil gremja, en ég hugsa að gremjan muni minnka þegar það kemur fram að þetta er allt gert í þökk við fjölskylduna.“ Nánar verður rætt við Snorra og ítarlega fjallað um málið í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
CrossFit Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira