Rafleiðni og vatnshæð aftur lækkandi í ánni Skálm Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 17:22 Vel er fylgst með ánni Skálm. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Jóhann Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í ánni Skálm síðustu klukkustundir. Áfram mælast hækkuð gildi brennisteinsvetnis nærri upptökum Múlakvíslar og er ferðafólk á svæðinu beðið um að sýna aðgát við upptök ánna og nærri árfarvegunum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Engar markverðar breytingar hafa orðið í óróa á jarðskjálftamælum í kringum Mýrdalsjökul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Í morgun var greint frá því að rafleiðni hafi farið hækkandi í Skálm og Múlakvísl frá því seinnipartinn í gær. Var þetta talið geta verið merki um leka jarðhitavatns frá Mýrdalsjökli. Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli 27. júlí sem rann í farveg Skálmar með þeim afleiðingum að Þjóðvegur 1 rofnaði. Áfram hærra en eðlilegt getur talist Rafleiðni mældist um 194 míkrósímens á sentímetra (µS/cm) síðdegis í dag sem er þó enn hærra en eðlilegt er miðað við árstíma, að sögn náttúruvásérfræðinga Veðurstofunnar. Hæst mældist rafleiðnin tæplega 260 míkrósímens á sentímetra í morgun. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar hyggst vakta svæðið áfram. Há rafleiðni vatns getur verið vísbending um streymi gastegunda í það og bent til að jarðhitavatn renni í það undan jökli. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna og efnasambanda í vatninu en því meiri sem styrkurinn er því meiri er leiðnin, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Leiðnin vaxi sömuleiðis með auknum hita. Ef gastegundir leysist upp í vatni og myndi hlaðin efnasambönd aukist leiðni vatnsins. Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vara við gasmengun við upptök Skálmar og Múlakvíslar Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm og Múlakvísl frá seinnipartinum í gær en vatnshæðin hefur haldist nokkuð stöðug. 10. ágúst 2024 10:08 Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. 7. ágúst 2024 15:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Engar markverðar breytingar hafa orðið í óróa á jarðskjálftamælum í kringum Mýrdalsjökul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Í morgun var greint frá því að rafleiðni hafi farið hækkandi í Skálm og Múlakvísl frá því seinnipartinn í gær. Var þetta talið geta verið merki um leka jarðhitavatns frá Mýrdalsjökli. Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli 27. júlí sem rann í farveg Skálmar með þeim afleiðingum að Þjóðvegur 1 rofnaði. Áfram hærra en eðlilegt getur talist Rafleiðni mældist um 194 míkrósímens á sentímetra (µS/cm) síðdegis í dag sem er þó enn hærra en eðlilegt er miðað við árstíma, að sögn náttúruvásérfræðinga Veðurstofunnar. Hæst mældist rafleiðnin tæplega 260 míkrósímens á sentímetra í morgun. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar hyggst vakta svæðið áfram. Há rafleiðni vatns getur verið vísbending um streymi gastegunda í það og bent til að jarðhitavatn renni í það undan jökli. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna og efnasambanda í vatninu en því meiri sem styrkurinn er því meiri er leiðnin, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Leiðnin vaxi sömuleiðis með auknum hita. Ef gastegundir leysist upp í vatni og myndi hlaðin efnasambönd aukist leiðni vatnsins.
Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vara við gasmengun við upptök Skálmar og Múlakvíslar Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm og Múlakvísl frá seinnipartinum í gær en vatnshæðin hefur haldist nokkuð stöðug. 10. ágúst 2024 10:08 Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. 7. ágúst 2024 15:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Vara við gasmengun við upptök Skálmar og Múlakvíslar Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm og Múlakvísl frá seinnipartinum í gær en vatnshæðin hefur haldist nokkuð stöðug. 10. ágúst 2024 10:08
Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. 7. ágúst 2024 15:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels