Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 22:02 Gréta María segir Prís ætla að hrista upp í fákeppnismarkaði. vísir/ívar fannar Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta. Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Verslunin Prís er um þessar mundir að undirbúa innreið á markaðinn og stefnt er að því að opna dyrnar síðar í mánuðinum. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið skýrt: að lækka matvöruverð á landinu, meðal annars með því að einblína á innfluttar vörur. „Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi, skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss. Hún segist hafa verið beðin um að rugga ekki bátnum hjá stóru aðilunum og vakið athygli á því að vegna afsláttar sem stærri matvörukeðjur fái hjá byrgjum sé jafnvel ódýrara að versla við stóru keðjurnar en byrgjana sjálfa. „Þá er eitthvað rangt gefið í kerfinu. Af hverju það er er erfitt að svara. Er það út af því að menn vilja ekki fá fleiri aðila inn á markaðinn sem rugga bátnum? Eða er það vegna þess að mönnum líður vel í þessari fákeppni? Eða eru hræddir? Við vitum það ekki, en við höfum allavega vakið athygli á þessu, að þetta sé ekki eðlilegt.“ Auður Alfa Ólafsdóttir.vísir/ívar fannar Auður Alfa hjá verðlagseftirliti ASÍ tekur undir það að óeðlileg staða hafi myndast á matvörumarkaði. „Við sjáum auðvitað að Festi og Hagar eru með sextíu prósent hlutdeild á markaði ef við bætum Samkaupum þá erum við komin í áttatíu prósent. Þetta eru ekki margir aðilar.“ Um klassískt dæmi fákeppni sé að ræða þar sem fyrirtækin keppa ekki í verði heldur þjónustustigi og tæknilausnum. „Hlutir sem að kosta töluverða peninga,“ segir Auður. „Þannig ef það kemur meiri samkeppni inn á markaðinn, þá ætti það að þrýsta á hagræðingu, sem ætti þá að leiða til lægra matvöruverðs.“ Munum við sjá verðlækkanir? „Ekki nokkur spurning,“ segir Gréta.
Verslun Samkeppnismál Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira