Bronshetja Svía í bann fyrir mótmælin Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Tara Babulfath reyndi hvað hún gat að eiga við dómarann í undanúrslitaglímunni við Natsumi Tsunoda á ÓL í París. Getty/Buda Mendes Hin 18 ára gamla Tara Babulfath frá Svíþjóð vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum en hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða bann vegna hegðunar sinnar á leikunum. Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath. Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath.
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira