„Þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. ágúst 2024 20:15 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego „Mér fannst við vera töluvert betri og sterkari aðilinn í þessum leik þannig að við erum alveg svekktir að fara ekki með sigur héðan,“ sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. „Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“ KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
„Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“
KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn