Eitrað fyrir ketti í Sandgerði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2024 12:26 Oreo og Heiðdal Jónsson. Heiðdal Jónsson Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum. Fimmtudagskvöldið 8. ágúst var Heiðdal Jónsson heima ásamt kærustunni sinni og köttunum þeirra sex. Fjórir þeirra eru útikettir en þetta kvöld virtist allt vera í lagi með þá alla. Daginn eftir þegar parið vaknaði og gaf köttunum að éta vildi einn þeirra, hinn eins árs gamli Oreo, ekki éta neitt. Þeim þótti það furðulegt enda var hann alltaf fyrstur að skálinni sinni hvern morgunn. Köttunum kemur ágætlega saman.Heiðdal Jónsson „Við sáum að hann var að labba pínulítið eins og að hann væri fullur. Hann fer bara að sofa. Við vorum nývöknuð og spáðum lítið í þessu,“ segir Heiðdal í samtali við fréttastofu. Skömmu síðar átta þau sig á því að það er ekki allt með feldu hjá Oreo og þau bruna með hann til Keflavíkur til dýralæknis. Við taka miklar rannsóknir. „Læknirinn hélt fyrst að miðað við hvernig við lýstum þessu að hann hafi orðið fyrir bíl. Síðan eftir röntgen sást að hann var ekki brotinn eða neitt og þá fór honum að gruna að eitrað hafi verið fyrir honum. Þau reyndu allt sem þau gátu en hann var að þjást of mikið. Hann dó þarna á föstudeginum,“ segir Heiðdal. Oreo og tveir aðrir kettir Heiðdals.Heiðdal Jónsson Fram að þessu hafði Oreo verið ansi heilsuhraustur. Hann var nýkominn úr ársskoðuninni sinni og því óskaði Heiðdal eftir því að Oreo færi í krufningu og nýrun hans send á rannsóknarstöðina að Keldum. Í gær hringdi svo dýralæknirinn aftur og sagði að eitrað hafi verið fyrir honum með frostlegi. „Það var mikið magn af frostlegi í honum. Frostlögur er sætur á bragðið og lyktarlaust og ég veit ekki hvernig þetta var gert. Hvort það hafi verið sett skál full af frostlegi út og hann látinn drekka úr því eða hvað. Ég heyrði um mann í Hveragerði sem setti frostlög í túnfisk til að kettirnir færu alveg pottþétt í þetta. Það eru eflaust ýmsar leiðir til að koma frostleginum ofan í þá,“ segir Heiðdal. Oreo að kúra.Heiðdal Jónsson Hann kveðst ekki hafa neina hugmynd um hver gæti hafa viljað eitra fyrir Oreo, hann hafi aldrei fengið neinar hótanir vegna þeirra eða neitt. „Ég hugsa rosalega vel um alla kettina mína og kettirnir mínir fá meiri læknisþjónustu en ég. Þeir eru allir teknir úr sambandi um leið og ég fæ þá í hendurnar. Ég hugsa rosalega vel um þetta og ég er ekki að fjölga köttunum til að spara Villiköttum vinnuna og ég styrki Villiketti þegar ég get það. Þetta var rosalegt högg að fá þetta,“ segir Heiðdal. Hann greiddi 122 þúsund krónur í lækniskostnað þennan föstudag, sem hann segir ekki skipta sig miklu máli í stóru myndinni. Búið er að tilkynna MAST um atvikið og mun Heiðdal einnig ræða við bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ. Oreo þegar hann var lítill kettlingur.Heiðdal Jónsson Dýr Dýraheilbrigði Kettir Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 8. ágúst var Heiðdal Jónsson heima ásamt kærustunni sinni og köttunum þeirra sex. Fjórir þeirra eru útikettir en þetta kvöld virtist allt vera í lagi með þá alla. Daginn eftir þegar parið vaknaði og gaf köttunum að éta vildi einn þeirra, hinn eins árs gamli Oreo, ekki éta neitt. Þeim þótti það furðulegt enda var hann alltaf fyrstur að skálinni sinni hvern morgunn. Köttunum kemur ágætlega saman.Heiðdal Jónsson „Við sáum að hann var að labba pínulítið eins og að hann væri fullur. Hann fer bara að sofa. Við vorum nývöknuð og spáðum lítið í þessu,“ segir Heiðdal í samtali við fréttastofu. Skömmu síðar átta þau sig á því að það er ekki allt með feldu hjá Oreo og þau bruna með hann til Keflavíkur til dýralæknis. Við taka miklar rannsóknir. „Læknirinn hélt fyrst að miðað við hvernig við lýstum þessu að hann hafi orðið fyrir bíl. Síðan eftir röntgen sást að hann var ekki brotinn eða neitt og þá fór honum að gruna að eitrað hafi verið fyrir honum. Þau reyndu allt sem þau gátu en hann var að þjást of mikið. Hann dó þarna á föstudeginum,“ segir Heiðdal. Oreo og tveir aðrir kettir Heiðdals.Heiðdal Jónsson Fram að þessu hafði Oreo verið ansi heilsuhraustur. Hann var nýkominn úr ársskoðuninni sinni og því óskaði Heiðdal eftir því að Oreo færi í krufningu og nýrun hans send á rannsóknarstöðina að Keldum. Í gær hringdi svo dýralæknirinn aftur og sagði að eitrað hafi verið fyrir honum með frostlegi. „Það var mikið magn af frostlegi í honum. Frostlögur er sætur á bragðið og lyktarlaust og ég veit ekki hvernig þetta var gert. Hvort það hafi verið sett skál full af frostlegi út og hann látinn drekka úr því eða hvað. Ég heyrði um mann í Hveragerði sem setti frostlög í túnfisk til að kettirnir færu alveg pottþétt í þetta. Það eru eflaust ýmsar leiðir til að koma frostleginum ofan í þá,“ segir Heiðdal. Oreo að kúra.Heiðdal Jónsson Hann kveðst ekki hafa neina hugmynd um hver gæti hafa viljað eitra fyrir Oreo, hann hafi aldrei fengið neinar hótanir vegna þeirra eða neitt. „Ég hugsa rosalega vel um alla kettina mína og kettirnir mínir fá meiri læknisþjónustu en ég. Þeir eru allir teknir úr sambandi um leið og ég fæ þá í hendurnar. Ég hugsa rosalega vel um þetta og ég er ekki að fjölga köttunum til að spara Villiköttum vinnuna og ég styrki Villiketti þegar ég get það. Þetta var rosalegt högg að fá þetta,“ segir Heiðdal. Hann greiddi 122 þúsund krónur í lækniskostnað þennan föstudag, sem hann segir ekki skipta sig miklu máli í stóru myndinni. Búið er að tilkynna MAST um atvikið og mun Heiðdal einnig ræða við bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ. Oreo þegar hann var lítill kettlingur.Heiðdal Jónsson
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent