Til í keppni ef hlaupið er löglegt og milljónir dollara fást fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 08:18 Tyreek Hill er leikmaður Miami Dolphins og Noah Lyles er hraðasti hundrað metra hlaupari heims. getty / fotojet Noah Lyles er til í að keppa við Tyreek Hill í hundrað metra spretthlaupi, en bara ef hlaupið fer löglega fram á hlaupabraut og hann fær margar milljónir dollara fyrir. „Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós. NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
„Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós.
NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira