Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 17:59 Íris Ragnarsdóttir Pedersen er í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Vísir/Vilhelm Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira