Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 23:00 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. „Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún. Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira