Starfsfólk í skólum muni leggja þunga áherslu á að stöðva vopnaburð barna Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 16:33 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs í Reykjavík, hvetur foreldra til að ræða við börn sín um vopnaburð og hversu hættulegt það er að ganga með hníf á sér. Hann segir að næstu daga muni starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leggja þunga áherslu á að stöðva hnífaburð barna. Í tölvupósti sem Helgi sendi á foreldra grunnskólabarna í dag minnir hann sömuleiðis á að vopnaburður sé bannaður samkvæmt lögum. Brotið geti varðað sektum eða fangelsi upp að fjórum árum. Helgi sendir póstinn í kjölfar alvarlegrar stunguárásar á menningarnótt þar sem 16 ára strákur stakk þrjú önnur ungmenni, tvær stúlkur og einn dreng. Önnur stúlkan sem var stungin er í lífshættu á spítala. Drengurinn er alvarlega slasaður en á batavegi. Börn með hnífa í skólanum Helgi segir í pósti sínum að það hafi borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. „Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum,“ segir Helgi í pósti sínum og að ef barn verði uppvíst að því að bera vopn í skóla- og frístundastarfi verði vopnið gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum. Þá bendir Helgi foreldrum og forráðamönnum á að rannsóknir hafi sýnt að ákveðnir þættir verndi börn gegn áhættuhegðun. Það sé til dæmis samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. „Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir Helgi. Þá segir hann mikið forvarnargildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. „Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í tölvupósti sem Helgi sendi á foreldra grunnskólabarna í dag minnir hann sömuleiðis á að vopnaburður sé bannaður samkvæmt lögum. Brotið geti varðað sektum eða fangelsi upp að fjórum árum. Helgi sendir póstinn í kjölfar alvarlegrar stunguárásar á menningarnótt þar sem 16 ára strákur stakk þrjú önnur ungmenni, tvær stúlkur og einn dreng. Önnur stúlkan sem var stungin er í lífshættu á spítala. Drengurinn er alvarlega slasaður en á batavegi. Börn með hnífa í skólanum Helgi segir í pósti sínum að það hafi borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. „Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum,“ segir Helgi í pósti sínum og að ef barn verði uppvíst að því að bera vopn í skóla- og frístundastarfi verði vopnið gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum. Þá bendir Helgi foreldrum og forráðamönnum á að rannsóknir hafi sýnt að ákveðnir þættir verndi börn gegn áhættuhegðun. Það sé til dæmis samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. „Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir Helgi. Þá segir hann mikið forvarnargildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. „Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28