Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin Tatjana Latinovic skrifar 3. september 2024 10:03 Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kópavogur Leikskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun