Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Árni Sæberg skrifar 3. september 2024 15:03 Gísli Kr. hefur mikla reynslu af nýsköpunarbransanum. Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Snjallgögn séu tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þrói lausnir sem geri vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Áralöng reynsla af sölumálum Gísli Kr. hafi frá árinu 2010 setið í framkvæmdastjórn vaxta- og sprotafyrirtækjana atNorth, áður Advania Data Centers, sem byggi og reki gagnaver á Norðurlöndunum, og skýjatæknifélaginu Greenqloud. Bæði félögin hafi nú verið seld til erlendra félaga. Gísli hafi lengst haft sölu og markaðsmál á sinni könnu, ásamt vöru- og viðskiptaþróun, en einnig borið ábyrgð á fjármálum og rekstri. Síðastliðin fimmtán ár hafi Gísli einnig unnið sem ráðgjafi varðandi tæknilega innviði, viðskiptaþróun og markaðsmál ásamt því að sinna stjórnarsetu í ýmsum félagasamtökum. Verðmæt sérþekking að borðinu „Það skiptir okkur hjá Snjallgögnum lykilmáli að fjárfestar í fyrirtækinu komi með verðmæta sérþekkingu að borðinu; þekkingu sem annað hvort þarf að styrkja hjá okkur eða byggja upp frá grunni. Gísli Kr. er einn af fáum íslenskum sérfræðingum á sviði sölu- og markaðsmála í upplýsingatækni, sem hefur jafnframt mikla reynslu af sölu til erlendra stórfyrirtækja,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og eins stofnenda fyrirtækisins. Hjartans mál að styðja við nýsköpun „Það er mér hjartans mál að styðja við íslenska nýsköpun og gleðilegt að fá tækifæri til að taka þátt í jafn spennandi verkefni og Snjallgögnum. Gervigreindarlausnir Snjallgagna geta bylt rekstri fyrirtækja, ekki bara til framtíðar heldur strax í dag. Stefán og kollegar hafa smíðað öflugt rekstrartól sem fyrirtæki og stofnanir, óháð stærð og staðsetningu, geta nýtt til að tryggja sína samkeppnishæfni og rekstrarhagkvæmni. Ég hlakka til að taka þátt í þessari verðugu vegferð,“ er haft eftir Gísla Kr.. Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Tækni Gervigreind Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Snjallgögn séu tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þrói lausnir sem geri vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Áralöng reynsla af sölumálum Gísli Kr. hafi frá árinu 2010 setið í framkvæmdastjórn vaxta- og sprotafyrirtækjana atNorth, áður Advania Data Centers, sem byggi og reki gagnaver á Norðurlöndunum, og skýjatæknifélaginu Greenqloud. Bæði félögin hafi nú verið seld til erlendra félaga. Gísli hafi lengst haft sölu og markaðsmál á sinni könnu, ásamt vöru- og viðskiptaþróun, en einnig borið ábyrgð á fjármálum og rekstri. Síðastliðin fimmtán ár hafi Gísli einnig unnið sem ráðgjafi varðandi tæknilega innviði, viðskiptaþróun og markaðsmál ásamt því að sinna stjórnarsetu í ýmsum félagasamtökum. Verðmæt sérþekking að borðinu „Það skiptir okkur hjá Snjallgögnum lykilmáli að fjárfestar í fyrirtækinu komi með verðmæta sérþekkingu að borðinu; þekkingu sem annað hvort þarf að styrkja hjá okkur eða byggja upp frá grunni. Gísli Kr. er einn af fáum íslenskum sérfræðingum á sviði sölu- og markaðsmála í upplýsingatækni, sem hefur jafnframt mikla reynslu af sölu til erlendra stórfyrirtækja,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og eins stofnenda fyrirtækisins. Hjartans mál að styðja við nýsköpun „Það er mér hjartans mál að styðja við íslenska nýsköpun og gleðilegt að fá tækifæri til að taka þátt í jafn spennandi verkefni og Snjallgögnum. Gervigreindarlausnir Snjallgagna geta bylt rekstri fyrirtækja, ekki bara til framtíðar heldur strax í dag. Stefán og kollegar hafa smíðað öflugt rekstrartól sem fyrirtæki og stofnanir, óháð stærð og staðsetningu, geta nýtt til að tryggja sína samkeppnishæfni og rekstrarhagkvæmni. Ég hlakka til að taka þátt í þessari verðugu vegferð,“ er haft eftir Gísla Kr..
Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Tækni Gervigreind Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira