Kennir börnum að verjast stunguárás án leyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 14:00 Myndirnar eru úr myndbandi þar sem maðurinn sviðsetur stunguárás með raunverulegum hnífi. Skjáskot/TikTok Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið. Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið.
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira