Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 5. september 2024 20:02 Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun