„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 22:08 Frambjóðendurnir mætast í Pennsylvaníuríki á þriðjudagskvöld. AP Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51