Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2024 06:46 Árásin átti sér stað í gamla vesturbænum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. Örn Geirdal Steinólfsson er ákærður fyrir að stinga mann á þrítugsaldri tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. Sá sem var stunginn hafði verið á ferð með vinkonu sinni. Þau hafa sagst hafa verið á göngu á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli á Hofsvallagötu. Hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati stefnt sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við Örn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Síðan hafi þau uppgötvað, eftir að hafa flúið á hlaupum, að hann hefði verið stunginn. Tilviljanakennt óhapp Örn hafði fyrir árásina átt gott kvöld með fjölskyldu sinni en dagarnir og vikurnar á undan verið erfiðar. Sjálfur lýsti Örn andlegum erfiðleikum sínum í aðdraganda málsins sem og sambýliskona hans fyrir dómi í gær. Einn geðlæknirinn sem gaf skýrslu fyrir dómi í gær og vann undirmatsgerð í málinu leit svo á að röð tilviljana hafi ráðið því að atvikið sem málið varðar hafi átt sér stað. Örn hefði einhverra hluta vegna ákveðið að fara á barinn eftir að hann var lagstur til rekkju og þá farið í vinnubuxur þar sem hann geymdi vasahníf, en hann gengi almennt ekki um með hníf. Svo hafi hann verið illa fyrir kallaður, illa sofinn, og þá hefði hann talað um að áfengi færi ekki mjög vel í hann. „Þetta er tilviljanakennt óhapp. Þó þetta sé auðvitað hræðilegur atburður,“ sagði geðlæknirinn. Hefði hann ekki drukkið sætum við ekki hér í dag Örn lýsti því fyrir dómi að hann hefði drukkið rósavín með kvöldmatnum umrætt kvöld, fengið sér romm eftir kvöldmatinn og svo, eins og áður segir, farið á barinn eftir að hann fór að sofa, og þar hafi hann fengið sér eitt glas. Annar geðlæknir, sem vann yfirmatsgerð í málinu, sagði að þegar fólk er mjög illa fyrirkallað þá geti tiltölulega lítið magn af áfengi farið mjög illa í fólk. Hann sagði það meira að segja eiga við í tilfellum þar sem áfengi mælist nokkuð minna en var í Erni umrætt kvöld. „Hefði hann ekki drukkið áfengi þarna þá held ég að við sætum ekki hérna inni í dag,“ sagði geðlæknirinn í dómsalnum. Telur sig vera auðvelt fórnarlamb Þriðji geðlæknirinn, sem vann einnig að yfirmatsgerðinni, taldi líklegt að hegðun Arnar um kvöldið orsakaðist af blöndu af áfengisnotkun, geðrænu ástandi, og svefnleysi. Örn man gloppótt eftir atburðum næturinnar en geðlæknirinn sagði áfengi geta orsakað minnisleysi. Örn tók fram fyrir dómi í gær að þó að minni hans væri gloppótt þá pössuðu þær minningar sem hann hefði um kvöldið við gögn málsins, og því treysti hann þeim. Hann neitaði sök. Sjálfur hefði hann hlotið sár á milli þumalfingurs og vísifingurs á hægri hendi. Hann teldi áverkana til marks um að hann hefði verið að verjast árás. „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb. Þau voru tvö að skemmta sér og ég var einn á vergangi.“ Aðalmeðferð málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir voru allir þrír geðlæknarnir sammála um að Örn væri sakhæfur. Ekkert benti til geðrofsástands eða maníu. Minnst var á að hann hefði áður sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun, en það hafi verið fyrir nokkuð mörgum árum. Fattaði að hann hafði verið stunginn um leið og hann sá fiður Karl og kona á þrítugsaldri, skólafélagar á leið úr bekkjarpartýi, báru líka vitni, en karlinn er sá sem var stunginn. Þau hefðu séð Örn úti á miðri götu, við Hofsvallagötu, en hann var að þeirra mati að stefna sér í hættu. Þau hafi því farið og rætt við hann en þótt samskiptin skrýtin. Konan fékk slæma tilfinningu og færði sig aftur á gangstéttina en mennirnir voru eftir á götunni. Maðurinn sagðist hafa gert lokatilraun til að ræða við Örn sem hafi þá slegið til hans, og í raun stungið hann, en hann hafi ekki tekið eftir því strax. Hann sagðist hafa reynt að forðast átök við Örn sem hafi þó króað hann inni. Því hafi hann neiðst til að slá til Arnar til að komast fram hjá honum en á sama tíma hafi Örn stungið hann í síðuna. Manninum hafi þó tekist að hlaupa á brott ásamt konunni. Í fyrstu hafi Örn elt þau, en hann hafi fallið þegar hann hljóp yfir snjó. Þegar þau námu staðar, við Hringbraut, hafi maðurinn séð fiður koma úr úlpunni sinni. Fram að því sagðist hann hafa verið ómeðvitaður um að hann hafi verið stunginn, en um leið og hann sá fiðrið hafi hann fattað það. Skömmu síðar hafi hann verið alblóðugur. Konan sagði að um leið og þau föttuðu að hann væri með stungusár hafi þau hringt á neyðarlínuna. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur. Hnífaárás við Hofsvallagötu Dómsmál Reykjavík Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Örn Geirdal Steinólfsson er ákærður fyrir að stinga mann á þrítugsaldri tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. Sá sem var stunginn hafði verið á ferð með vinkonu sinni. Þau hafa sagst hafa verið á göngu á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli á Hofsvallagötu. Hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati stefnt sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við Örn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Síðan hafi þau uppgötvað, eftir að hafa flúið á hlaupum, að hann hefði verið stunginn. Tilviljanakennt óhapp Örn hafði fyrir árásina átt gott kvöld með fjölskyldu sinni en dagarnir og vikurnar á undan verið erfiðar. Sjálfur lýsti Örn andlegum erfiðleikum sínum í aðdraganda málsins sem og sambýliskona hans fyrir dómi í gær. Einn geðlæknirinn sem gaf skýrslu fyrir dómi í gær og vann undirmatsgerð í málinu leit svo á að röð tilviljana hafi ráðið því að atvikið sem málið varðar hafi átt sér stað. Örn hefði einhverra hluta vegna ákveðið að fara á barinn eftir að hann var lagstur til rekkju og þá farið í vinnubuxur þar sem hann geymdi vasahníf, en hann gengi almennt ekki um með hníf. Svo hafi hann verið illa fyrir kallaður, illa sofinn, og þá hefði hann talað um að áfengi færi ekki mjög vel í hann. „Þetta er tilviljanakennt óhapp. Þó þetta sé auðvitað hræðilegur atburður,“ sagði geðlæknirinn. Hefði hann ekki drukkið sætum við ekki hér í dag Örn lýsti því fyrir dómi að hann hefði drukkið rósavín með kvöldmatnum umrætt kvöld, fengið sér romm eftir kvöldmatinn og svo, eins og áður segir, farið á barinn eftir að hann fór að sofa, og þar hafi hann fengið sér eitt glas. Annar geðlæknir, sem vann yfirmatsgerð í málinu, sagði að þegar fólk er mjög illa fyrirkallað þá geti tiltölulega lítið magn af áfengi farið mjög illa í fólk. Hann sagði það meira að segja eiga við í tilfellum þar sem áfengi mælist nokkuð minna en var í Erni umrætt kvöld. „Hefði hann ekki drukkið áfengi þarna þá held ég að við sætum ekki hérna inni í dag,“ sagði geðlæknirinn í dómsalnum. Telur sig vera auðvelt fórnarlamb Þriðji geðlæknirinn, sem vann einnig að yfirmatsgerðinni, taldi líklegt að hegðun Arnar um kvöldið orsakaðist af blöndu af áfengisnotkun, geðrænu ástandi, og svefnleysi. Örn man gloppótt eftir atburðum næturinnar en geðlæknirinn sagði áfengi geta orsakað minnisleysi. Örn tók fram fyrir dómi í gær að þó að minni hans væri gloppótt þá pössuðu þær minningar sem hann hefði um kvöldið við gögn málsins, og því treysti hann þeim. Hann neitaði sök. Sjálfur hefði hann hlotið sár á milli þumalfingurs og vísifingurs á hægri hendi. Hann teldi áverkana til marks um að hann hefði verið að verjast árás. „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb. Þau voru tvö að skemmta sér og ég var einn á vergangi.“ Aðalmeðferð málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir voru allir þrír geðlæknarnir sammála um að Örn væri sakhæfur. Ekkert benti til geðrofsástands eða maníu. Minnst var á að hann hefði áður sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun, en það hafi verið fyrir nokkuð mörgum árum. Fattaði að hann hafði verið stunginn um leið og hann sá fiður Karl og kona á þrítugsaldri, skólafélagar á leið úr bekkjarpartýi, báru líka vitni, en karlinn er sá sem var stunginn. Þau hefðu séð Örn úti á miðri götu, við Hofsvallagötu, en hann var að þeirra mati að stefna sér í hættu. Þau hafi því farið og rætt við hann en þótt samskiptin skrýtin. Konan fékk slæma tilfinningu og færði sig aftur á gangstéttina en mennirnir voru eftir á götunni. Maðurinn sagðist hafa gert lokatilraun til að ræða við Örn sem hafi þá slegið til hans, og í raun stungið hann, en hann hafi ekki tekið eftir því strax. Hann sagðist hafa reynt að forðast átök við Örn sem hafi þó króað hann inni. Því hafi hann neiðst til að slá til Arnar til að komast fram hjá honum en á sama tíma hafi Örn stungið hann í síðuna. Manninum hafi þó tekist að hlaupa á brott ásamt konunni. Í fyrstu hafi Örn elt þau, en hann hafi fallið þegar hann hljóp yfir snjó. Þegar þau námu staðar, við Hringbraut, hafi maðurinn séð fiður koma úr úlpunni sinni. Fram að því sagðist hann hafa verið ómeðvitaður um að hann hafi verið stunginn, en um leið og hann sá fiðrið hafi hann fattað það. Skömmu síðar hafi hann verið alblóðugur. Konan sagði að um leið og þau föttuðu að hann væri með stungusár hafi þau hringt á neyðarlínuna. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur.
Hnífaárás við Hofsvallagötu Dómsmál Reykjavík Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?