Madden bölvunin náði í nýtt fórnarlamb í NFL deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 11:02 Christian McCaffrey á fullri ferð með boltann þegar San Francisco 49ers spilaði i síðasta Super Bowl. Getty/Steph Chambers Besti hlaupari NFL-deildarinnar missti af fyrstu umferðinni um síðustu helgi og nú er ljóst að hann spilar heldur ekki næstu fjóra leiki síns liðs. San Francisco 49ers tók nefnilega þá ákvörðun að setja stórstjörnuna Christian McCaffrey á meiðslalistann [Injured reserve]. Það þýðir að hann má ekki spila næstu fjóra leiki liðsins. McCaffrey er að glíma við erfið kálfa- og hásinarmeiðsli. Það lítur út fyrir að þau meiðsli séu verri en menn óttuðust. Hann fær nú nokkrar vikur til að ná sér góðum. 49ers liðið og allir Fantasy spilararnir sem völdu hann númer eitt eða tvö fyrir tímabilið verða því án hans í næstu leikjum. Is Christian McCaffrey the latest victim of the #NFL Madden Curse? 🏈We take a look at the most notable examples...🔗 https://t.co/R9fpi11Q3Chttps://t.co/R9fpi11Q3C— AS USA (@English_AS) September 14, 2024 Þetta þykir mönnum líka sönnum um það að svokölluð Madden bölvun lifi enn góðu lífi. Það tengist því að á hverju tímabili er einn stjörnuleikmaður úr NFL deildinni valinn til að vera á forsíðu Madden tölvuleiksins. Það hefur oftast boðað slæma hluti fyrir viðkomandi leikmann hvort sem það eru meiðsli eða slæmt gengi inn á vellinum tímabilið á eftir. McCaffrey fékk þann heiður að vera á forsíðunni í ár. McCaffrey var frábær á síðustu leiktíð þegar San Francisco 49ers fór alla leið í Super Bowl leikinn. Hann var kosinn besti sóknarmaður tímabilsins enda hljóp hann 1459 jarda með boltann og skoraði 21 snertimark. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og San Francisco 49ers og klukkan 20:20 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. NFL Red Zone verður síðan á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 17.00 en Scott Hanson sér um sjö klukkustunda útsendingu þar sem skipt á er á milli leikja í NFL-deildinni og öll helstu snertimörk, tilþrif og önnur atvik sýnd um leið og þau gerast. Everyone's talking about Christian McCaffrey being hurt and the impact on fantasy football.NO ONE is taking about the fact that we KNEW this was going to happen before the season, when @EASPORTS decided on this.The Madden Curse is alive and well. pic.twitter.com/NScUvB1H7j— Russell (@Spikey206) September 11, 2024 NFL Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
San Francisco 49ers tók nefnilega þá ákvörðun að setja stórstjörnuna Christian McCaffrey á meiðslalistann [Injured reserve]. Það þýðir að hann má ekki spila næstu fjóra leiki liðsins. McCaffrey er að glíma við erfið kálfa- og hásinarmeiðsli. Það lítur út fyrir að þau meiðsli séu verri en menn óttuðust. Hann fær nú nokkrar vikur til að ná sér góðum. 49ers liðið og allir Fantasy spilararnir sem völdu hann númer eitt eða tvö fyrir tímabilið verða því án hans í næstu leikjum. Is Christian McCaffrey the latest victim of the #NFL Madden Curse? 🏈We take a look at the most notable examples...🔗 https://t.co/R9fpi11Q3Chttps://t.co/R9fpi11Q3C— AS USA (@English_AS) September 14, 2024 Þetta þykir mönnum líka sönnum um það að svokölluð Madden bölvun lifi enn góðu lífi. Það tengist því að á hverju tímabili er einn stjörnuleikmaður úr NFL deildinni valinn til að vera á forsíðu Madden tölvuleiksins. Það hefur oftast boðað slæma hluti fyrir viðkomandi leikmann hvort sem það eru meiðsli eða slæmt gengi inn á vellinum tímabilið á eftir. McCaffrey fékk þann heiður að vera á forsíðunni í ár. McCaffrey var frábær á síðustu leiktíð þegar San Francisco 49ers fór alla leið í Super Bowl leikinn. Hann var kosinn besti sóknarmaður tímabilsins enda hljóp hann 1459 jarda með boltann og skoraði 21 snertimark. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Minnesota Vikings og San Francisco 49ers og klukkan 20:20 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. NFL Red Zone verður síðan á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 17.00 en Scott Hanson sér um sjö klukkustunda útsendingu þar sem skipt á er á milli leikja í NFL-deildinni og öll helstu snertimörk, tilþrif og önnur atvik sýnd um leið og þau gerast. Everyone's talking about Christian McCaffrey being hurt and the impact on fantasy football.NO ONE is taking about the fact that we KNEW this was going to happen before the season, when @EASPORTS decided on this.The Madden Curse is alive and well. pic.twitter.com/NScUvB1H7j— Russell (@Spikey206) September 11, 2024
NFL Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira