Kanna hvort fleiri bjarndýr leynist fyrir vestan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 12:29 Björninn var felldur á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun. Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“ Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55