Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2024 14:16 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“ Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“
Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira