Segir gagnrýni kvenna á leikskólastefnu Kópavogs tvískinnung Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 10:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður, og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Vísir Þingkona Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að konur sem segist tala fyrir kvenréttindum gagnrýni breytingar sem flokkur hennar gerði í leikskólamálum í Kópavogi. Hún sakar gagnrýnendur breytinganna um tvískinnung. Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann. Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann.
Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31
Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01