Skynsemi Miðflokksins Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. september 2024 16:02 Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju. Þeir hafa klifað dálítið á þessu hugtaki: Skynsemishyggja, Miðflokksmenn, síðustu ár og hafa í sama mund gagnrýnt gífurleg ríkisútgjöld og talað fyrir mikilli heftingu flóttamanna hingað til lands. Það er rétt hjá Antoni Sveini að það er týpískt fyrir hægri flokk að tala fyrir þessu tvennu: minni ríkisútgjöldum og heftum flóttamannastraumi. En ég er hugsi yfir því hvernig Miðflokksmenn nota orðið „skynsemishyggja“. Ég tel næsta víst að það sé þýðing á hugtakinu rationalism þar sem fyrstu ár flokksins klifaði Sigmundur Davíð stöðugt á orðinu „rökhyggja“ sem átti líklega að vera rosa trúverðugur grunnur til að treysta flokknum. Ég benti honum þá á í einhverju kommenti á samfélagsmiðlum að rökhyggja í heimspeki þýddi eitthvað allt annað en hann var að tala um. Hann var að tala um almenna skynsemi og rökhugsun jú, sem átti að vera einskonar jarðbinding og tenging við raunveruleikann eða eitthvað í þá áttina. Rökhyggja í þekkingarfræðilegum skilningi er nefnilega algjör andstæða raunhyggju (empirisim) sem lítur á skynfæri og reynslu (hin hefðbundna vísindalega aðferð) sem forsendur þekkingar. Rökhyggjan í þekkingafræðilegum skilningi vill nefnilega treysta á rökhugsunina og innsæið án beinnar skynreynslu sem uppspretta þekkingar. Það fer því ekki mjög vel að reyna að tala jarðbindingu og vísindalegar staðreyndir og rökhyggju í sama mund. Í kjölfarið fór hann að nota orðið skynsemishyggja í staðinn. Ég velti hins vegar fyrir mér hvurslags skynsemi liggur þarna að baki hjá honum. Ef hann er að tala um skynsemi í merkingunni vísindalegar staðreyndir hef ég nú ekki tekið eftir því að þeir í Miðflokknum séu að vitna mikið í vísindalegar rannsóknir í málflutningi sínum. Ég held að þeir séu að meina einhvers konar „almenna skynsemi“ hvað svo sem það er í raun. Það sem þykir skynsamlegt er náttúrulega afstætt eins og margt annað. Skynsemi fyrir hvern? Skynsamlegt fyrir fjármagnseigendur? Það segir sig sjálft að skynsemi fyrir hinn almenna vinnandi Íslending er alls ekki sú sama og fyrir stórfyrirtækjaeigandann. Það sem er skynsamlegt fyrir þá sem byggja og kaupa upp húsnæði á Íslandi er bara alls ekki skynsamlegt eða hagkvæmt fyrir hinn almenna íbúðarkaupanda o.s.frv. Formaður flokksins gagnrýnir mikið aukin ríkisútgjöld og talar fyrir enn meiri skortsstefnu en núverandi stjórnvöld viðhafa sem mörgum finnst samt nóg um. Það á að hljóma voða „skynsamlegt“ að sýna aðhald í „heimilisbókhaldinu“ og spara og passa að eiga fyrir útgjöldum. Auðvitað þarf ríkið að passa að eiga fyrir útgjöldum en ég hef nú ekki tekið eftir því hjá Miðflokknum að þeir vilji skattleggja meira fjármagnseigendur enda væru þeir þá ekki „almennilegur“ hægri flokkur þá. Svo hann hlýtur að vera að tala fyrir enn meiri niðurskurðastefnu. Í sama Silfri talaði ítalskur hagfræðingur sem var nú alls ekki á því að niðurskurðastefna væri neitt skynsamleg fyrir almenning enda hentaði hún fyrst og fremst þeim ríku og að auki fóstraði ýmsar fasískar hugmyndir í einræðisstíl um „karlinn“ sem kemur síðan og bjargar almenningi frá kreppunni. En ég spyr aftur: Skynsemi fyrir hvern? Ég hef alla vega orðið vör við ákveðna útlendingaandúð í málflutningi Miðflokksmanna sem Sjálfstæðismenn hafa reyndar líka tekið upp á áberandi hátt og þeir tala mikið um að hafa „stjórn á landamærunum“. Ég er nú ekki talsmaður „galopinna landamæra“ og held ég að það séu fæstir þrátt fyrir að fólk með útlendingaandúð eins og Inga Sæland tali eins og það sé landlægt í sumum flokkum. Auðvitað þarf að hefta glæpahópa ef mögulegt er. Þeir hafa barasta ekkert með hinn venjulega flóttamann að gera og enn síður útlendinga sem koma hingað og eru oft fluttir hingað inn til að vinna. En þeir eiga það til að blanda þessu öllu saman til að auka ótta og hræðslu. Klassísk leið hjá þjóðernissinnanum í tilraun sinni til að telja sér trú um að „við“ sem fyrir eru á landinu séu nú miklu betra fólk en „hinir“ sem eru þá litaðir upp sem glæpamenn. Þetta er auðvitað málflutningur sem mér finnst ekki svaraverður. Það er vel hægt að hafa stjórn á landamærunum í einhverjum skilningi en sýna samt mannúð og virðingu. Að nýta nýja útlendingastefnu til að banna fólki að setjast hér að í stað þess að hjálpa fólki í neyð er ekki mér að skapi. Að taka ómannúðlegar ákvarðanir í krafti laga og reglugerðna þegar svo auðveldlega er hægt að sýna mennsku og fara eftir mannréttindasáttmálum frekar er auðvitað bara stefna ákveðinna flokka eins og Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks Fólksins. Þessi stefna byggir á ótta og röngum upplýsingum um hópa sem hingað leita. Þegar að algengast er að hingað leiti venjulegt fjöslkyldufólk með börn. Öllu er blandað saman. Er það skynsemin sem Miðflokkurinn er að vísa til? Er skynsemi án mennsku góð og eftirsóknarverð? Ef við erum hrædd og óttasleginn litast viðbrögð okkar síður en svo af skynsemi eða hlutlægni. Ef við erum hrædd og höldum uppi hræðsluboðskap um útlendinga erum við ekki að fara að hugsa, tala eða hegða okkur af skynsemi. Hver er þessi skynsemi sem Miðflokkurinn er alltaf að klifa á? Hana er alla vega ekki að finna í niðurskurðastefnu eða hræðsluáróðri. Hvar er hún þá? Fyrir hvað stendur þá eiginlega þessi flokkur sem hefur hækkað töluvert í skoðanakönnunum? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju. Þeir hafa klifað dálítið á þessu hugtaki: Skynsemishyggja, Miðflokksmenn, síðustu ár og hafa í sama mund gagnrýnt gífurleg ríkisútgjöld og talað fyrir mikilli heftingu flóttamanna hingað til lands. Það er rétt hjá Antoni Sveini að það er týpískt fyrir hægri flokk að tala fyrir þessu tvennu: minni ríkisútgjöldum og heftum flóttamannastraumi. En ég er hugsi yfir því hvernig Miðflokksmenn nota orðið „skynsemishyggja“. Ég tel næsta víst að það sé þýðing á hugtakinu rationalism þar sem fyrstu ár flokksins klifaði Sigmundur Davíð stöðugt á orðinu „rökhyggja“ sem átti líklega að vera rosa trúverðugur grunnur til að treysta flokknum. Ég benti honum þá á í einhverju kommenti á samfélagsmiðlum að rökhyggja í heimspeki þýddi eitthvað allt annað en hann var að tala um. Hann var að tala um almenna skynsemi og rökhugsun jú, sem átti að vera einskonar jarðbinding og tenging við raunveruleikann eða eitthvað í þá áttina. Rökhyggja í þekkingarfræðilegum skilningi er nefnilega algjör andstæða raunhyggju (empirisim) sem lítur á skynfæri og reynslu (hin hefðbundna vísindalega aðferð) sem forsendur þekkingar. Rökhyggjan í þekkingafræðilegum skilningi vill nefnilega treysta á rökhugsunina og innsæið án beinnar skynreynslu sem uppspretta þekkingar. Það fer því ekki mjög vel að reyna að tala jarðbindingu og vísindalegar staðreyndir og rökhyggju í sama mund. Í kjölfarið fór hann að nota orðið skynsemishyggja í staðinn. Ég velti hins vegar fyrir mér hvurslags skynsemi liggur þarna að baki hjá honum. Ef hann er að tala um skynsemi í merkingunni vísindalegar staðreyndir hef ég nú ekki tekið eftir því að þeir í Miðflokknum séu að vitna mikið í vísindalegar rannsóknir í málflutningi sínum. Ég held að þeir séu að meina einhvers konar „almenna skynsemi“ hvað svo sem það er í raun. Það sem þykir skynsamlegt er náttúrulega afstætt eins og margt annað. Skynsemi fyrir hvern? Skynsamlegt fyrir fjármagnseigendur? Það segir sig sjálft að skynsemi fyrir hinn almenna vinnandi Íslending er alls ekki sú sama og fyrir stórfyrirtækjaeigandann. Það sem er skynsamlegt fyrir þá sem byggja og kaupa upp húsnæði á Íslandi er bara alls ekki skynsamlegt eða hagkvæmt fyrir hinn almenna íbúðarkaupanda o.s.frv. Formaður flokksins gagnrýnir mikið aukin ríkisútgjöld og talar fyrir enn meiri skortsstefnu en núverandi stjórnvöld viðhafa sem mörgum finnst samt nóg um. Það á að hljóma voða „skynsamlegt“ að sýna aðhald í „heimilisbókhaldinu“ og spara og passa að eiga fyrir útgjöldum. Auðvitað þarf ríkið að passa að eiga fyrir útgjöldum en ég hef nú ekki tekið eftir því hjá Miðflokknum að þeir vilji skattleggja meira fjármagnseigendur enda væru þeir þá ekki „almennilegur“ hægri flokkur þá. Svo hann hlýtur að vera að tala fyrir enn meiri niðurskurðastefnu. Í sama Silfri talaði ítalskur hagfræðingur sem var nú alls ekki á því að niðurskurðastefna væri neitt skynsamleg fyrir almenning enda hentaði hún fyrst og fremst þeim ríku og að auki fóstraði ýmsar fasískar hugmyndir í einræðisstíl um „karlinn“ sem kemur síðan og bjargar almenningi frá kreppunni. En ég spyr aftur: Skynsemi fyrir hvern? Ég hef alla vega orðið vör við ákveðna útlendingaandúð í málflutningi Miðflokksmanna sem Sjálfstæðismenn hafa reyndar líka tekið upp á áberandi hátt og þeir tala mikið um að hafa „stjórn á landamærunum“. Ég er nú ekki talsmaður „galopinna landamæra“ og held ég að það séu fæstir þrátt fyrir að fólk með útlendingaandúð eins og Inga Sæland tali eins og það sé landlægt í sumum flokkum. Auðvitað þarf að hefta glæpahópa ef mögulegt er. Þeir hafa barasta ekkert með hinn venjulega flóttamann að gera og enn síður útlendinga sem koma hingað og eru oft fluttir hingað inn til að vinna. En þeir eiga það til að blanda þessu öllu saman til að auka ótta og hræðslu. Klassísk leið hjá þjóðernissinnanum í tilraun sinni til að telja sér trú um að „við“ sem fyrir eru á landinu séu nú miklu betra fólk en „hinir“ sem eru þá litaðir upp sem glæpamenn. Þetta er auðvitað málflutningur sem mér finnst ekki svaraverður. Það er vel hægt að hafa stjórn á landamærunum í einhverjum skilningi en sýna samt mannúð og virðingu. Að nýta nýja útlendingastefnu til að banna fólki að setjast hér að í stað þess að hjálpa fólki í neyð er ekki mér að skapi. Að taka ómannúðlegar ákvarðanir í krafti laga og reglugerðna þegar svo auðveldlega er hægt að sýna mennsku og fara eftir mannréttindasáttmálum frekar er auðvitað bara stefna ákveðinna flokka eins og Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Flokks Fólksins. Þessi stefna byggir á ótta og röngum upplýsingum um hópa sem hingað leita. Þegar að algengast er að hingað leiti venjulegt fjöslkyldufólk með börn. Öllu er blandað saman. Er það skynsemin sem Miðflokkurinn er að vísa til? Er skynsemi án mennsku góð og eftirsóknarverð? Ef við erum hrædd og óttasleginn litast viðbrögð okkar síður en svo af skynsemi eða hlutlægni. Ef við erum hrædd og höldum uppi hræðsluboðskap um útlendinga erum við ekki að fara að hugsa, tala eða hegða okkur af skynsemi. Hver er þessi skynsemi sem Miðflokkurinn er alltaf að klifa á? Hana er alla vega ekki að finna í niðurskurðastefnu eða hræðsluáróðri. Hvar er hún þá? Fyrir hvað stendur þá eiginlega þessi flokkur sem hefur hækkað töluvert í skoðanakönnunum? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar