Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 16:55 Hildur komin í sitt sæti, við hlið Eyþórs en þau eru hér að ræða sjálft Braggamálið við Vigdísi Hauksdóttur. vísir/vilhelm Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ólöf Skaftadóttir hefði í hlaðvarpi sínu og Kristínar Gunnars hönnuðar greint frá því að Marta hafi stundað það að skipta um nafn á merktum stólum og setjast sjálf í sætið sem ætlað var Hildi Björnsdóttur. Marta vísaði þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. Þetta á að hafa viðgengist á síðasta kjörtímabili. Hins vegar er það svo að ýmsir kannast vel við þessa frásögn og reyndar urðu vitni af þessu. Katrín Atladóttir fyrrverandi borgarfulltrúi segist staðfesta allt sem sagt er í hlaðvarpinu í færslu á X. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 Og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vg, segist vitni í málinu þegar Vísir leitaði til hennar varðandi þetta sérkennilega mál. „Ég sá þetta bæði og heyrði sagt frá þessu. Og þetta er sönn saga, Marta sat í sætinu hennar Hildar einhverja tvo til þrjá fundi. en það var svo leiðrétt.“ Líf segir frásögn Ólafar, eins og hún er fram sett af blaðamanni Vísis, rétt. En hún eigi reyndar eftir að hlusta á hið opinskáa og beinskeytta hlaðvarp.vísir/vilhelm Líf hlær við því hún segir að þetta hafi verið skrítið að upplifa og fylgjast með. En hún muni þetta glögglega þó langt sé um liðið en þetta var á síðasta kjörtímabili. Marta settist í tvö eða þrjú skipti við hlið Eyþórs Laxdal Arnalds sem þá var oddiviti Sjálfstæðismanna. „Það er ákveðið prótókol sem þarf að fylgja en þetta er alveg satt. Starfsfólkið þurfti að ganga í málið því það er ákveðin skipan í salnum,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira